Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. ágúst 2022 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Ekki á borðinu að semja við Rúnar Má - „Nærvera hans er sterk fyrir okkur"
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson hefur síðustu vikur verið að æfa með ÍA á Akranesi en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið rúmenska félagið Cluj fyrr í sumar.

Rúnar hefur komið víða við á ferlinum en hann er uppalinn á Sauðákróki áður en hann fluttist á höfuðborgarsvæðið og fór að spila fyrir HK.

Þaðan lá leiðin yfir í Val en síðustu níu ár hefur hann spilað í atvinnumennsku fyrir félög á borð við PEC Zwolle, Sundsvall, Grasshoppers, St. Gallen, Astana og nú síðast Cluj.

Hann á 32 landsleiki fyrir Íslands hönd en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan í mars á síðasta ári. Hann var upphaflega valinn í verkefnið í september en dró sig síðar úr hópnum.

Morgunblaðið greindi þá frá því að hann væri á blaði í tölvupósti sem aðgerðarhópurinn Öfgar sendi vegna meintra ofbeldis- og kynferðisbrota.

Rúnar heldur sér í formi með því æfa með ÍA á meðan hann leitar sér að félagi erlendis en það stendur ekki til að semja við hann.

„Rúnar Már er búsettur hér á Akranesi og konan hans er frá Akranesi. Þau eru að byggja sér hús hérna á Skaganum þannig hann fékk að æfa með okkur og halda sér í formi og koma sér af stað aftur en hann er að leita fyrir sér úti. Frábært fyrir okkur og hans nærvera er sterk fyrir okkur."

„Rúnar er að leita fyrir sér erlendis þannig held að það sé ekki á borðinu,"
sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í kvöld.
Jón Þór: Hefði mátt vísa honum útaf
Athugasemdir
banner
banner