Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
banner
   fim 08. ágúst 2024 23:22
Sölvi Haraldsson
Ólafur Hrannar: Sýndist hann bara fara í hann
Lengjudeildin
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var kaflaskiptur leikur þar sem liðin skiptust á að halda í boltann og stjórna leiknum með boltann. Ætli 1-1 hafi ekki verið sanngjarnt.“ sagði Ólafur Hrannar, þjálfari Leiknis, eftir 1-1 jafntefli við Aftureldingu í Mosfellsbænum.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Ólafur er ánægður með liðið og frammistöðuna í dag.

Ég er ánægður með strákana og liðið. Þrátt fyrir að við fengum mark á okkur héldum við bara skipulagi og náðum jöfnunarmarkinu fljótlega en það var gott að skora það fyrir hálfleik.

Leiknismenn gerðu tilkall í vítaspyrnu undir lok leiks þegar Róbert Hauks var tekinn niður í teig Aftureldingar.

Mér sýndist hann bara fara í hann (Róbert) án þess að fara í boltann. En ég á eftir að sjá það aftur og ætla ekkert að koma með neinn sleggjudóm með það. Bæði lið gerðu tilkall til að fá vítaspyrnu í leiknum svo bara sjáum við til hvort við höfðum rétt fyrir okkur með það að gera.

Ólafur segir að stígandinn í Leiknisliðinu sé góður og að seinustu leikir hafa spilast vel fyrir þá.

Stígandinn hefur verið mjög góður. Gróttuleikurinn var virkilega vel spilaður, við tókum líka skref fram á við í dag gegn góðu Aftureldingarliði. Við erum mjög ánægðir með skrefin sem við erum að taka fram á við.“ sagði Ólafur Hrannar eftir leik.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner