fös 08. nóvember 2019 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Sigrar hjá Lommel og Roeselare - Jagiellonia tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingalið Roeselare og Lommel nældu sér í mikilvæg stig í fallbaráttu belgísku B-deildarinnar fyrr í kvöld.

Roeselare spilar undir stjórn Arnars Grétarssonar og lagði Lokeren að velli með tveimur mörkum gegn einu.

Kolbeinn Þórðarson var á bekknum hjá Lommel sem lagði tíu leikmenn Beerschot að velli. Hann fékk að spreyta sig í uppbótartímanum.

Þetta var fyrsti sigur Lommel frá því að Stefán Gíslason var rekinn úr þjálfarastól félagsins um miðjan október.

Roeselare 2 - 1 Lokeren
0-1 G. Beridze ('50)
1-1 G. Saviour ('65)
2-1 A. Nouri ('94)

Lommel 1 - 0 Beerschot VA
1-0 S. Brebels ('74)
Rautt spjald: L. Brogno, Beerschot ('58)

Í Póllandi lék Böðvar Böðvarsson allan leikinn í vinstri bakverði er Jagiellonia tapaði fyrir toppliði Piast Gliwice.

Heimamenn í Gliwice voru betri og verðskulduðu sigurinn. Þeir eru með 28 stig eftir fyrri hluta tímabils. Jagiellonia er í sjöunda sæti með 23 stig. Aðeins þrjú stig skilja efstu sex sætin að í æsispennandi deildarkeppni.

Böðvar var búinn að missa sæti sitt í liðinu en er núna búinn að spila tvo síðustu leiki liðsins. Guilherme, hans helsti keppinautur um bakvarðarstöðuna, var á bekknum í síðasta leik en ekki með í hóp í dag.

Piast Gliwice 3 - 1 Jagiellonia
1-0 J. Felix ('7)
2-0 G. Badia ('25)
2-1 J. Imaz ('50)
3-1 J. Felix ('76)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner