„Ég er ágætlega sáttur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.
„Þetta voru tvö lið sem voru að berjast. Það voru þreyttir leikmenn í báðum liðum, en úrslitin eru ágætlega sanngjörn."
„Þetta voru tvö lið sem voru að berjast. Það voru þreyttir leikmenn í báðum liðum, en úrslitin eru ágætlega sanngjörn."
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Stjarnan
Valur heldur áfram að safna stigum, liðið er á toppnum ásamt Grindavík að 10 leikjum loknum.
„Við virðum þetta stig. Það gekk illa að skora, en það tókst sem betur fer og ég er ánægður með það."
Markið var einstaklega flott hjá Bjarna Ólafi Eiríkssyni.
„Að bakverði að vera þá er þetta mjög gott," sagði Óli hress.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan, en þar ræðir Óli m.a. annars um Evrópuleikinn sem er framundan hjá Val.
Athugasemdir























