Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   fös 09. ágúst 2019 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það eru sex mikilvægir leikir eftir
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar fengu í kvöld Fjölnismenn í heimsókn á Rafholtsvöllinn þegar flautað var til leiks í 16.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld.
Njarðvíkingingar höfðu fyrir leik ekki átt góðu gengi að fagna og höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum en það átti eftir að breytast í kvöld.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Fjölnir

„Við erum bara einfaldlega virkilega fúlir og brjálaðir yfir síðustu sókn leiksins, þetta var bara algjörlega út úr korti, það kemur sending þarna fyrir og markvörðurinn okkar er rifinn niður og ekkert dæmt. Þarna eiga bæði aðstoðardómarar og dómari að sjá þetta greinilega, sérstaklega aðstoðardómarinn." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Fyrirfram erum við í botnbaráttu og þeir í toppbaráttu og stigið fyrirfram svo sem allt í lagi en við þurfum þrjú stig og ætluðum okkur þau í dag og gerðum allt til þess í dag en það er einhverneginn rifið frá okkur og við erum sárir með það". 

Njarðvíkingar fengu víti á heimavelli í fyrsta skipti í langan tíma í kvöld og höfðu færi á að gera meiri áhlaup í leiknum en Rafn Markús var þó ekki sammála því.
„Ég er ekki sammála því, við erum einfaldlega bara betri í þessum leik og kraftmeiri, við erum að vinna alla bolta og þeir eru vælandi um allan völl yfir okkur og við erum að gera í rauninni bara vel allstaðar, við erum yfir í baráttu og spilamennsku og þeir skapa í rauninni ekki neitt fyrr en bara í lokinn þá fá þeir eitthvað þarna sem er einfaldlega bara gefins."

Eftir markið virðist eitthvað hafa gengið á eftir leik en tveir leikmenn Njarðvíkur fengu rautt spjad.
„Þeir fengu rautt út á velli skilst mér fyrir munnsöfnuð og það nátturlega á ekki að gerast og það er dýrt fyrir okkur og við viljum ekki missa menn þannig út og það er einfaldlega ekki í boði"

Þrátt fyrir gengið síðustu umferðir er Rafn Markús bjartsýnn á framhaldið.
„Við getum ekki annað verið , við erum núna búnir að spila sex fína leiki og virðist vanta bara eins og í dag að tengja tvö stig þarna en við þurfum alveg klárlega að halda áfram að ná inn stigum og við þurfum að fá stig og við munum fá stig með svona spilamennsku þá erum við að spila flottan bolta og erum að halda vel í bolta og erum að gera mjög vel út á velli en það er eitthvað sem nægir okkur ekki en við þurfum að fá stig og það eru sex mikilvægir leikir eftir og með góðum úrslitum í sex leikjum munum við halda okkur í deildinni og við munum gera það." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner