fös 09.ágú 2024 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spáin fyrir enska - 17. sæti: „Það var ekki aftur snúið hjá okkur bræðrum"
Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.
Næst er það Íslendingalið Brentford sem er spáð 17. sæti deildarinnar. Ef spáin rætist, þá rétt sleppa þeir við fall.
Brentford er á leið inn í sitt fjórða tímabil í röð í ensku úrvalsdeildinni en síðasta tímabil var það versta síðan Lundúnafélagið kom upp. Brentford endaði í 16. sæti eftir að hafa endað í 13. sæti og níunda sæti árin á undan. Núna er því að spáð að liðið lendi aftur í vandræðum og sagan um Ivan Toney er líklega ekki að hjálpa.
Toney var að búast við því að fara frá félaginu í sumar og hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila annars staðar. Það er hins vegar ekkert félag tilbúið að borga um 70 milljónir punda fyrir 28 ára gamlan sóknarmann sem á eitt ár eftir af samningi sínum. Eins og staðan er núna, þá er útlit fyrir að Toney verði áfram en verður hausinn á réttum stað? Hann kemur til með að fá enn mikilvægara hlutverk núna þegar Igor Thiago, nýr sóknarmaður Brentford, er meiddur og spilar ekkert meira árið 2024.
Brentford er eina Íslendingaliðið í ensku úrvalsdeildinni þar sem markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er á mála hjá félaginu. Hákon Rafn kom til félagsins í janúar síðastliðnum en hefur ekki enn spilað keppnisleik með aðalliðinu. Mark Flekken var aðalmarkvörður Brentford á síðustu leiktíð en hann er afar mistækur. Hákon Rafn hlýtur að fá tækifæri fyrr frekar en síðar. Það er allavega það sem við Íslendingar vonum.
Stjórinn: Thomas Frank er að fara inn í sitt sjötta heila tímabil sem stjóri Brentford. Hann kom liðinu upp og hefur haldið því þar. Það gekk erfiðlega á síðasta tímabili en það hefur eflaust gert hann sterkari. Fólk í fótboltaheiminum hefur mikla mætur á þessum hressa Dana en hann var meðal annars mikið orðaður við Chelsea og Manchester United í sumar. Hann tekur þó allavega að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót hjá Brentford þar sem hann hefur byggt upp gott verkefni.
Leikmannaglugginn: Brentford bætti félagaskiptamet sitt með því að kaupa Igor Thiago fyrir 30 milljónir punda. Annars hefur ekkert gerst. Þetta hefur verið með rólegra móti en það er líklegt að Brentford bæti við sig áður en glugginn lokar. Það hlýtur eiginlega að vera.
Komnir:
Igor Thiago frá Club Brugge - 30 milljónir punda
Farnir:
David Raya til Arsenal - 27 milljónir punda
Charlie Goode til Stevenage - Á frjálsri sölu
Fin Stevens til St Pauli - Óuppgefið kaupverð
Thomas Strakosha til AEK Aþenu - Á frjálsri sölu
Shandon Baptiste til Luton Town - Á frjálsri sölu
Michael Olakigbe til Wigan - Á láni
Ellery Balcombe til St Mirren - Á láni
Saman Ghoddos - Samningur rann út
Lykilmenn:
Ivan Toney - Ef hann verður áfram hjá félaginu og með hausinn rétt stilltan, þá verður hann án efa besti leikmaður Brentford. Kom úr veðmálabanni seinni hluta síðasta tímabils og skoraði þá fjögur mörk í 17 leikjum, en hann fær núna aftur að spila frá byrjun. Síðast þegar hann gerði það, þá skoraði hann 20 mörk.
Ethan Pinnock - Öflugur miðvörður sem var leikmaður ársins hjá Brentford á síðasta tímabili. Pinnock hefur spilað mikilvægt hlutverk í liði Brentford öll þrjú tímabilin í ensku úrvalsdeildinni og mun halda því áfram á komandi keppnistímabili. Stór, sterkur og reynslumikill.
Bryan Mbeumo - Byrjaði síðasta tímabil frábærlega þar sem hann skoraði sjö mörk í fyrstu 15 leikjunum. Svo var hann frá í 13 leiki og tapaði Brentford tíu þeirra. Brentford er betra sóknarlið með hann inn á vellinum. Hann skorar ekki bara og leggur upp, hann er líka afskaplega duglegur. Mbeumo var orðaður við Liverpool fyrr í sumar en hann verður að öllum líkindum áfram hjá Brentford.
Rúnar Óli Einarsson er mikill stuðningsmaður Brentford. Við báðum hann um að segja okkur meira frá liðinu og hans áhuga á því fyrir tímabilið sem er framundan í ensku úrvalsdeildinni.
Ég byrjaði að halda með Brentford af því að... Fyrir um 13 árum síðan var bróðir minn í skóla í west London og hann kynntist manni í vinnunni sem bauð honum á leik og það var ekki aftur snúið hjá okkur bræðrum!
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Held að uppáhalds minningin sé þegar við unnum Arsenal í fyrsta leik eftir að hafa komist í Prem, 2-0 heima.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Það er líklega Ollie Watkins, það voru góð kaup.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var erfitt, mikið af meiðslum hjá leikmönnum sem voru í starting 11. Svo var Ivan Toney í banni í átta mánuði. En það voru aðrir leikmenn sem stigu upp og við héldum okkur uppi.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Já, við bræður erum búnir að vera ársmiðahafar í þó nokkuð mörg ár. Við mætum alltaf á sama pöbb 2-3 tímum fyrir leik og eftir leik förum við út að borða, oftast curry.
Hvern má ekki vanta í liðið? Ef einhvern má ekki vanta er það Ethan Pinnock. Hann er mjög mikilvægur í vörninni.
Hver er veikasti hlekkurinn? Það er erfitt að segja. Við erum fastir fyrir, ekki mikið af stjörnum, lítill klúbbur og má oft ekki vanta leikmenn í liðið. Ef ég ætti að segja einhvern þá er það Nathan Collins. Hann gerir full mikið af mistökum en hann er allur að koma til.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Það á að fylgjast með Lewis-Potter og Schade. Held að þeir komi á óvart á þessu seasoni.
Við þurfum að kaupa... Já, við þurfum að versla. Búnir að fá Thiago í framlínuna en hann meiddist og verður líklega frá fram að jólum! Við þurfum einn á miðjuna og kannski einn svipaðan og Bryan Mbeumo.
Hvað finnst þér um stjórann? Thomas Frank er frábær stjóri og vel liðinn hjá stuðningsmönnum! Kemur alltaf á óvart en vonandi fær hann að eyða smá pening fyrir þessa leiktíð!
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er bara nokkuð brattur fyrir þetta tímabil. Ivan Toney er líklega ekki á förum sem er gott og slæmt, hefðum getað fengið fínan pening til að fjárfesta í nýja leikmenn! Annars er liðið það sama.
Hvar endar liðið? Ég held að við endum í 10. sæti ef við verðum heppnir með meiðsli og við fáum einn tvo inn áður en tímabilið byrjar.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Toney var að búast við því að fara frá félaginu í sumar og hann hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila annars staðar. Það er hins vegar ekkert félag tilbúið að borga um 70 milljónir punda fyrir 28 ára gamlan sóknarmann sem á eitt ár eftir af samningi sínum. Eins og staðan er núna, þá er útlit fyrir að Toney verði áfram en verður hausinn á réttum stað? Hann kemur til með að fá enn mikilvægara hlutverk núna þegar Igor Thiago, nýr sóknarmaður Brentford, er meiddur og spilar ekkert meira árið 2024.
Brentford er eina Íslendingaliðið í ensku úrvalsdeildinni þar sem markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er á mála hjá félaginu. Hákon Rafn kom til félagsins í janúar síðastliðnum en hefur ekki enn spilað keppnisleik með aðalliðinu. Mark Flekken var aðalmarkvörður Brentford á síðustu leiktíð en hann er afar mistækur. Hákon Rafn hlýtur að fá tækifæri fyrr frekar en síðar. Það er allavega það sem við Íslendingar vonum.
Stjórinn: Thomas Frank er að fara inn í sitt sjötta heila tímabil sem stjóri Brentford. Hann kom liðinu upp og hefur haldið því þar. Það gekk erfiðlega á síðasta tímabili en það hefur eflaust gert hann sterkari. Fólk í fótboltaheiminum hefur mikla mætur á þessum hressa Dana en hann var meðal annars mikið orðaður við Chelsea og Manchester United í sumar. Hann tekur þó allavega að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót hjá Brentford þar sem hann hefur byggt upp gott verkefni.
Leikmannaglugginn: Brentford bætti félagaskiptamet sitt með því að kaupa Igor Thiago fyrir 30 milljónir punda. Annars hefur ekkert gerst. Þetta hefur verið með rólegra móti en það er líklegt að Brentford bæti við sig áður en glugginn lokar. Það hlýtur eiginlega að vera.
Komnir:
Igor Thiago frá Club Brugge - 30 milljónir punda
Farnir:
David Raya til Arsenal - 27 milljónir punda
Charlie Goode til Stevenage - Á frjálsri sölu
Fin Stevens til St Pauli - Óuppgefið kaupverð
Thomas Strakosha til AEK Aþenu - Á frjálsri sölu
Shandon Baptiste til Luton Town - Á frjálsri sölu
Michael Olakigbe til Wigan - Á láni
Ellery Balcombe til St Mirren - Á láni
Saman Ghoddos - Samningur rann út
Lykilmenn:
Ivan Toney - Ef hann verður áfram hjá félaginu og með hausinn rétt stilltan, þá verður hann án efa besti leikmaður Brentford. Kom úr veðmálabanni seinni hluta síðasta tímabils og skoraði þá fjögur mörk í 17 leikjum, en hann fær núna aftur að spila frá byrjun. Síðast þegar hann gerði það, þá skoraði hann 20 mörk.
Ethan Pinnock - Öflugur miðvörður sem var leikmaður ársins hjá Brentford á síðasta tímabili. Pinnock hefur spilað mikilvægt hlutverk í liði Brentford öll þrjú tímabilin í ensku úrvalsdeildinni og mun halda því áfram á komandi keppnistímabili. Stór, sterkur og reynslumikill.
Bryan Mbeumo - Byrjaði síðasta tímabil frábærlega þar sem hann skoraði sjö mörk í fyrstu 15 leikjunum. Svo var hann frá í 13 leiki og tapaði Brentford tíu þeirra. Brentford er betra sóknarlið með hann inn á vellinum. Hann skorar ekki bara og leggur upp, hann er líka afskaplega duglegur. Mbeumo var orðaður við Liverpool fyrr í sumar en hann verður að öllum líkindum áfram hjá Brentford.
„Vonandi fær hann að eyða smá pening fyrir þessa leiktíð"
Rúnar Óli Einarsson er mikill stuðningsmaður Brentford. Við báðum hann um að segja okkur meira frá liðinu og hans áhuga á því fyrir tímabilið sem er framundan í ensku úrvalsdeildinni.
Ég byrjaði að halda með Brentford af því að... Fyrir um 13 árum síðan var bróðir minn í skóla í west London og hann kynntist manni í vinnunni sem bauð honum á leik og það var ekki aftur snúið hjá okkur bræðrum!
Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Held að uppáhalds minningin sé þegar við unnum Arsenal í fyrsta leik eftir að hafa komist í Prem, 2-0 heima.
Uppáhalds leikmaður allra tíma? Það er líklega Ollie Watkins, það voru góð kaup.
Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil var erfitt, mikið af meiðslum hjá leikmönnum sem voru í starting 11. Svo var Ivan Toney í banni í átta mánuði. En það voru aðrir leikmenn sem stigu upp og við héldum okkur uppi.
Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Já, við bræður erum búnir að vera ársmiðahafar í þó nokkuð mörg ár. Við mætum alltaf á sama pöbb 2-3 tímum fyrir leik og eftir leik förum við út að borða, oftast curry.
Hvern má ekki vanta í liðið? Ef einhvern má ekki vanta er það Ethan Pinnock. Hann er mjög mikilvægur í vörninni.
Hver er veikasti hlekkurinn? Það er erfitt að segja. Við erum fastir fyrir, ekki mikið af stjörnum, lítill klúbbur og má oft ekki vanta leikmenn í liðið. Ef ég ætti að segja einhvern þá er það Nathan Collins. Hann gerir full mikið af mistökum en hann er allur að koma til.
Þessum leikmanni á að fylgjast með... Það á að fylgjast með Lewis-Potter og Schade. Held að þeir komi á óvart á þessu seasoni.
Við þurfum að kaupa... Já, við þurfum að versla. Búnir að fá Thiago í framlínuna en hann meiddist og verður líklega frá fram að jólum! Við þurfum einn á miðjuna og kannski einn svipaðan og Bryan Mbeumo.
Hvað finnst þér um stjórann? Thomas Frank er frábær stjóri og vel liðinn hjá stuðningsmönnum! Kemur alltaf á óvart en vonandi fær hann að eyða smá pening fyrir þessa leiktíð!
Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er bara nokkuð brattur fyrir þetta tímabil. Ivan Toney er líklega ekki á förum sem er gott og slæmt, hefðum getað fengið fínan pening til að fjárfesta í nýja leikmenn! Annars er liðið það sama.
Hvar endar liðið? Ég held að við endum í 10. sæti ef við verðum heppnir með meiðsli og við fáum einn tvo inn áður en tímabilið byrjar.
Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni..
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. ?
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir