KA 6-0 Þór 2
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson
2-0 Daníel Hafsteinsson
3-0 Sjálfsmark
4-0 Jakob Snær Árnason
5-0 Þorvaldur Daði Jónsson
6-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA tók á móti Þór 2 í fyrsta leik Kjarnafæðimótsins í Boganum í dag. Liðin leika í riðli 1 ásamt Völsungi, Dalvík/Reyni og Tindastól.
Það er skemmst frá því að segja að KA valtaði yfir leikinn en lokatölur urðu 6-0. Elfar Árni Aðalsteinsson og Daníel Hafsteinsson komu liðinu í tveggja marka forystu áður en 10 mínútur liðu leiks.
Þriðja markið var sjálfsmark en fjórða markið skoraði fyrrum leikmaður Þórs, Jakob Snær Árnason. 4-0 var staðan í hálfleik.
Þorvaldur Daði Jónsson skoraði fimmta markið en þetta var hans fyrsta mark í treyju KA. Hann var á láni hjá KF í sumar og skoraði sjö mörk í 2. deildinni. Hallgrímur Mar Steingrímsson negldi síðasta naglann í kistu Þór 2.