„Geggjað að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 1-0 undir," segir Dagur Ingi Valsson sem skoraði sigurmark Keflavíkur gegn Fylki í Árbænum í dag.
Dagur skoraði í uppbótartíma og tryggði Keflavík sigurinn. Hann var búinn að biðja um skiptingu áður en sigurmarkið kom.
„Ég var byrjaður að fá krampa í kálfann og þegar ég potaði honum inn fékk ég krampa í báða kálfana. Þess vegna ligg ég bara á bakinu þegar allir eru að fagna. Ég hef aldrei áður fengið krampa í kálfann og þetta var mjög vont."
Dagur skoraði í uppbótartíma og tryggði Keflavík sigurinn. Hann var búinn að biðja um skiptingu áður en sigurmarkið kom.
„Ég var byrjaður að fá krampa í kálfann og þegar ég potaði honum inn fékk ég krampa í báða kálfana. Þess vegna ligg ég bara á bakinu þegar allir eru að fagna. Ég hef aldrei áður fengið krampa í kálfann og þetta var mjög vont."
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Keflavík
Keflavík var undir í hálfleik en sýndi frábæran karakter í seinni hálfleik og tók yfir leikinn.
„Við vorum hægir í fyrri hálfleik, boltinn gekk, en sjálfstraustið fór að koma þegar á leikinn leið og þetta fór að ganga betur í seinni. Við fundum að við áttum skilið að fá þrjú stig og sóttum þau bara," segir Dagur.
Í viðtalinu hér að ofan ræðir Dagur meðal annars um Keflavíkurtreyjuna nýju sem fékk góða dóma í fréttamannastúkunni og um næsta leik.
Athugasemdir






















