„Ég held að bæði lið munu átta sig á því á morgun að eitt stig er bara fínt í þessari baráttu. Ég held að þessi tvo lið séu tvö af toppliðunum í deildinni. Ég er ekki alveg nógu ánægður með okkar leik. Við vorum ekki að gefa á leikmenn í sama lit og við spilum í dags daglega. Varnarlínan og markmaðurinn skiluðu þessu stigi sem við sóttum í kvöld.“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli við Þrótt í Laugardalnum.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 1 Stjarnan
Þið voruð mun betri í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik. Hvað fannst þer fara úrskeðis í hálfleik eða í seinni hálfleik?
„Mér fannst fyrstu 20 mínúturnar mjög þungar hjá okkur. En eftir það komumst við inn í leikinn og náðum að halda vel í boltann sem hjálpaði okkur. Í seinni hálfleik pressuðum við bara ekki nógu mikið og Þróttarar eiga mjög góðan kafla þá. Þær skora þá mark en það er einmitt það sem maður þarf að gera í fótboltaleikjum, að skora mark á góðum köflum og þær nýttu sér það. Undir lokin vorum við síðan aðeins betri en leikurinn var bara fram og til baka.“
Gunnhidur Yrsa meiðist í seinni hálfleik en nær að klára leikinn, er vitað hversu alvarleg þau meiðsli eru?
„Þetta er bara það sama og hún lenti í landsleiknum um daginn. Hún fær högg á sömu rist.“
Hvernig leggst næsti leikur í þig sem er heimaleikur gegn Valskonum?
„Það verður annar svona toppleikur. Það verður klárlega hörkuleikur en við þurfum að spila betur þar ef við ætlum okkur að vinna.“
Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan.























