
Topplið Fram heimsótti botnlið Víkings til Ólafsvíkur í Lengjudeild karla í kvöld og lenti ekki í vandræðum.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 - 3 Fram
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Fram skoraði þrjú mörk eftir leikhlé gegn Ólafsvíkingum sem voru manni færri síðasta hálftímann.
„Við vorum svolítið að flækja hlutina í fyrri hálfleik en byrjum svo seinni hálfleikinn frábærlega og þá var ekki litið til baka," sagði Jón Þórir Sveinsson annar þjálfara Fram að leikslokum.
Emmanuel Eli Keke fékk gult spjald á 53. mínútu og það seinna aðeins tveimur mínútum síðar. Það gerði Ólsurum erfitt fyrir.
„Hann fer með sólann hátt og þetta er réttlætanlegt gult spjald. Mér fannst sami leikmaður sleppa vel í fyrri hálfleik að fá ekki spjald en ég bara treysti Helga og félögum til þess að taka rétta ákvörðun."
Athugasemdir