Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Líður vel í Kópavoginum - „Ég ákvað að stíga út úr því"
Kvenaboltinn
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjuð. Mér líður vel í Kópavoginum. Þetta er rétt skref fyrir mig og ég er mjög ánægð," sagði Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristín Dís lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021 er liðið vann 4-2 sigur gegn Þór/KA í dag. „Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur fyrir stúkuna. Ég er mjög sátt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Kristín er 24 ára gömul og spilar sem miðvörður. Hún er uppalin í Breiðabliki en hefur síðustu ár leikið í Danmörku með Bröndby. Hún ákvað núna að koma heim og skrifaði undir samning út tímabilið.

„Ég var aðeins að bíða í glugganum. Þetta endaði í smá veseni með Bröndby og ég ákvað að stíga út úr því. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Svo kom þetta upp og það eru spennandi hlutir að gerast hér. Við erum að fara í bikarúrslitaleik, getum unnið deildina og erum að fara í Meistaradeildina. Þetta er gott skref fyrir mig."

Hvernig vesen hjá Bröndby?

„Bara við náðum ekki samkomulagi um samning," segir Kristín Dís.

„Það var ekkert sem mér fannst spennandi eða rétt fyrir mig (sem kom upp erlendis). Ég vil spila og fá sjálfstraust. Það er stórt ár framundan og ég er mjög spennt."

Hún segist ætla að taka stöðuna bara eftir tímabilið en það eru möguleikar á því að gera góða hluti í Kópavoginum.

„Ég ætla ekki að koma hingað til að vinna ekki titla. Við stefnum á tvennuna," sagði Kristín að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner