Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Líður vel í Kópavoginum - „Ég ákvað að stíga út úr því"
Kvenaboltinn
Kristín Dís Árnadóttir.
Kristín Dís Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er bara geggjuð. Mér líður vel í Kópavoginum. Þetta er rétt skref fyrir mig og ég er mjög ánægð," sagði Kristín Dís Árnadóttir, leikmaður Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kristín Dís lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik síðan 2021 er liðið vann 4-2 sigur gegn Þór/KA í dag. „Ég held að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur fyrir stúkuna. Ég er mjög sátt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 Þór/KA

Kristín er 24 ára gömul og spilar sem miðvörður. Hún er uppalin í Breiðabliki en hefur síðustu ár leikið í Danmörku með Bröndby. Hún ákvað núna að koma heim og skrifaði undir samning út tímabilið.

„Ég var aðeins að bíða í glugganum. Þetta endaði í smá veseni með Bröndby og ég ákvað að stíga út úr því. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Svo kom þetta upp og það eru spennandi hlutir að gerast hér. Við erum að fara í bikarúrslitaleik, getum unnið deildina og erum að fara í Meistaradeildina. Þetta er gott skref fyrir mig."

Hvernig vesen hjá Bröndby?

„Bara við náðum ekki samkomulagi um samning," segir Kristín Dís.

„Það var ekkert sem mér fannst spennandi eða rétt fyrir mig (sem kom upp erlendis). Ég vil spila og fá sjálfstraust. Það er stórt ár framundan og ég er mjög spennt."

Hún segist ætla að taka stöðuna bara eftir tímabilið en það eru möguleikar á því að gera góða hluti í Kópavoginum.

„Ég ætla ekki að koma hingað til að vinna ekki titla. Við stefnum á tvennuna," sagði Kristín að lokum en allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner