Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 11. júlí 2024 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn og komið okkur í gott forskot fyrir seinni leikinn en á sama tíma ánægður að hafa jafnað alveg í blálokinn." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Ef maður horfir á frammistöðuna svona heilt yfir þá er ég bara nokkuð ánægður með hana. Mér fannst svona smá kafli eftir að við komumst yfir í fyrri hálfleik að þá slökum við aðeins á í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þá."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst í margar fínar stöður og svo fannst mér við bara ráða ferðinni gjörsamlega í seinni hálfleik og átti alveg von á því að þeir myndu svo hægja á leiknum og drepa hann og tefja. Svekkjandi að fá þetta annað mark á okkur."

Valur fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta en þeir nýttu þó síðasta horn leiksins vel og upp úr því kom jöfnunarmarkið sem var gríðarlega sætt. 

„Þú getur rétt ýmindað þér. Þetta gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar að við erum með móment með okkur. Náðum að jafna og vitum það að við stjórnuðum leiknum og ég vill meina að við erum betra lið en þetta lið. Það verður erfitt að fara út, það verður mikill hiti og þeir verða með sína stuðningsmenn."

Stuðningsmenn Vllaznia var ekki skemmt að fá þetta jöfnunarmark á sig og voru til vandræða í leikslok.

„Þú sást nú kannski að það varð svolítill hiti hérna eftir leik og menn voru með allskonar látbragð og menn voru að ráðast á dómarann. Við getum alveg búist við einhverju slíku og ég vona að við fáum alvöru dómaratríó úti því það verður örugglega hasar þar en þetta er alveg galopinn leikur og við ætlum að gera allt til þess að koma okkur áfram."

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner