Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 11. júlí 2024 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn og komið okkur í gott forskot fyrir seinni leikinn en á sama tíma ánægður að hafa jafnað alveg í blálokinn." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Ef maður horfir á frammistöðuna svona heilt yfir þá er ég bara nokkuð ánægður með hana. Mér fannst svona smá kafli eftir að við komumst yfir í fyrri hálfleik að þá slökum við aðeins á í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þá."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst í margar fínar stöður og svo fannst mér við bara ráða ferðinni gjörsamlega í seinni hálfleik og átti alveg von á því að þeir myndu svo hægja á leiknum og drepa hann og tefja. Svekkjandi að fá þetta annað mark á okkur."

Valur fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta en þeir nýttu þó síðasta horn leiksins vel og upp úr því kom jöfnunarmarkið sem var gríðarlega sætt. 

„Þú getur rétt ýmindað þér. Þetta gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar að við erum með móment með okkur. Náðum að jafna og vitum það að við stjórnuðum leiknum og ég vill meina að við erum betra lið en þetta lið. Það verður erfitt að fara út, það verður mikill hiti og þeir verða með sína stuðningsmenn."

Stuðningsmenn Vllaznia var ekki skemmt að fá þetta jöfnunarmark á sig og voru til vandræða í leikslok.

„Þú sást nú kannski að það varð svolítill hiti hérna eftir leik og menn voru með allskonar látbragð og menn voru að ráðast á dómarann. Við getum alveg búist við einhverju slíku og ég vona að við fáum alvöru dómaratríó úti því það verður örugglega hasar þar en þetta er alveg galopinn leikur og við ætlum að gera allt til þess að koma okkur áfram."

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir