Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fim 11. júlí 2024 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn og komið okkur í gott forskot fyrir seinni leikinn en á sama tíma ánægður að hafa jafnað alveg í blálokinn." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Ef maður horfir á frammistöðuna svona heilt yfir þá er ég bara nokkuð ánægður með hana. Mér fannst svona smá kafli eftir að við komumst yfir í fyrri hálfleik að þá slökum við aðeins á í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þá."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst í margar fínar stöður og svo fannst mér við bara ráða ferðinni gjörsamlega í seinni hálfleik og átti alveg von á því að þeir myndu svo hægja á leiknum og drepa hann og tefja. Svekkjandi að fá þetta annað mark á okkur."

Valur fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta en þeir nýttu þó síðasta horn leiksins vel og upp úr því kom jöfnunarmarkið sem var gríðarlega sætt. 

„Þú getur rétt ýmindað þér. Þetta gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar að við erum með móment með okkur. Náðum að jafna og vitum það að við stjórnuðum leiknum og ég vill meina að við erum betra lið en þetta lið. Það verður erfitt að fara út, það verður mikill hiti og þeir verða með sína stuðningsmenn."

Stuðningsmenn Vllaznia var ekki skemmt að fá þetta jöfnunarmark á sig og voru til vandræða í leikslok.

„Þú sást nú kannski að það varð svolítill hiti hérna eftir leik og menn voru með allskonar látbragð og menn voru að ráðast á dómarann. Við getum alveg búist við einhverju slíku og ég vona að við fáum alvöru dómaratríó úti því það verður örugglega hasar þar en þetta er alveg galopinn leikur og við ætlum að gera allt til þess að koma okkur áfram."

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner