Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 11. júlí 2024 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Grétars: Gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Arnar Grétarsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn og komið okkur í gott forskot fyrir seinni leikinn en á sama tíma ánægður að hafa jafnað alveg í blálokinn." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn í kvöld.

„Ef maður horfir á frammistöðuna svona heilt yfir þá er ég bara nokkuð ánægður með hana. Mér fannst svona smá kafli eftir að við komumst yfir í fyrri hálfleik að þá slökum við aðeins á í staðin fyrir að halda áfram að keyra á þá."

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst í margar fínar stöður og svo fannst mér við bara ráða ferðinni gjörsamlega í seinni hálfleik og átti alveg von á því að þeir myndu svo hægja á leiknum og drepa hann og tefja. Svekkjandi að fá þetta annað mark á okkur."

Valur fengu þó nokkrar hornspyrnur í leiknum sem þeir náðu ekki að nýta en þeir nýttu þó síðasta horn leiksins vel og upp úr því kom jöfnunarmarkið sem var gríðarlega sætt. 

„Þú getur rétt ýmindað þér. Þetta gerir seinni leikinn miklu þægilegri og líka bara blóð á tennurnar að við erum með móment með okkur. Náðum að jafna og vitum það að við stjórnuðum leiknum og ég vill meina að við erum betra lið en þetta lið. Það verður erfitt að fara út, það verður mikill hiti og þeir verða með sína stuðningsmenn."

Stuðningsmenn Vllaznia var ekki skemmt að fá þetta jöfnunarmark á sig og voru til vandræða í leikslok.

„Þú sást nú kannski að það varð svolítill hiti hérna eftir leik og menn voru með allskonar látbragð og menn voru að ráðast á dómarann. Við getum alveg búist við einhverju slíku og ég vona að við fáum alvöru dómaratríó úti því það verður örugglega hasar þar en þetta er alveg galopinn leikur og við ætlum að gera allt til þess að koma okkur áfram."

Nánar er rætt við Arnar Grétarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner