Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fim 11. júlí 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Svekkjandi. Mér fannst við vera miklu betri en þeir þó svo að við höfum kannski ekki átt okkar besta dag í dag. Svekkjandi að fá á okkur þessi tvö mörk og skora ekki fleirri." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við vera með öll tök og höld á leiknum allan leikinn í rauninni. Þeir komust upp í einhver upphlaup og voru að reyna pressa okkur en mér fannst við leysa vel úr því."

"Við sköpuðum okkur fullt af færum en fáum á okkur þessi tvö klaufalegu mörk og við hefðum getað sett okkur í betri stöðu fyrir leikinn eftir viku en við förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar."

Valsmenn voru nýorðnir einum fleirri þegar þeir fengu mark á sig sem var mikið högg.

„Já það var mikið högg en málið með þetta er þú ert alltaf með það bakvið eyrað að það er annar leikur og þú þarft svolítið að passa þig að vera ekki að kasta leiknum upp í einhverja vitleysu þó að það séu bara 10  mín eftir og þú sért komin undir. Fara með eitt mark niður er betra en að fara með tvö mörk niður þannig við þurftum að halda skipurlagi og mér fannst við gera það fagmannlega undir lokinn og náum að klóra í bakkann og sækja jafntefli." 

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner