Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 11. júlí 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Hólmar Örn: Förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Svekkjandi. Mér fannst við vera miklu betri en þeir þó svo að við höfum kannski ekki átt okkar besta dag í dag. Svekkjandi að fá á okkur þessi tvö mörk og skora ekki fleirri." Sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við vera með öll tök og höld á leiknum allan leikinn í rauninni. Þeir komust upp í einhver upphlaup og voru að reyna pressa okkur en mér fannst við leysa vel úr því."

"Við sköpuðum okkur fullt af færum en fáum á okkur þessi tvö klaufalegu mörk og við hefðum getað sett okkur í betri stöðu fyrir leikinn eftir viku en við förum bara út kokhraustir og ætlum að ná í úrslit þar."

Valsmenn voru nýorðnir einum fleirri þegar þeir fengu mark á sig sem var mikið högg.

„Já það var mikið högg en málið með þetta er þú ert alltaf með það bakvið eyrað að það er annar leikur og þú þarft svolítið að passa þig að vera ekki að kasta leiknum upp í einhverja vitleysu þó að það séu bara 10  mín eftir og þú sért komin undir. Fara með eitt mark niður er betra en að fara með tvö mörk niður þannig við þurftum að halda skipurlagi og mér fannst við gera það fagmannlega undir lokinn og náum að klóra í bakkann og sækja jafntefli." 

Nánar er rætt við Hólmar Örn Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner