Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.
Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 2 Vllaznia
„Flottur leikur og bara flott frammistaða hjá okkur held ég. Er bara sáttur með þetta, 2-2 og núna er leikurinn bara orðin úrslitaleikur þarna úti um að komast áfram í næstu umferð." Sagði Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals í kvöld.
Það var komið djúpt inn í uppbótartímann þegar Valsmenn fengu sína síðustu hornspyrnu í leiknum og hún skilaði dýrmætu jöfnunarmarki. Lúkas Logi sagðist ekki geta beðið um betri tilfiningu en að horfa á eftir boltanum yfir línuna.
„Ég get ekki beðið um betri tilfiningu, þetta var bara mjög sætt."
Stuttu eftir að Lúkas Logi kom inn á sem varamaður misstu gestirnir mann af velli en náðu þó að skora stuttu seinna sem var mikið högg fyrir Valsmenn.
„Þetta var ágætis högg en við vorum einum fleirri og gátum nýtt það og klórað í bakkann og jafnað þetta."
Nánar er rætt við Lúkas Loga Heimisson í spilaranum hér fyrir ofan.