Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Úr botnliðinu í toppliðið - „Þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt"
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
   fim 11. júlí 2024 22:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Lúkas Logi: Get ekki beðið um betri tilfinningu
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valsmenn tóku á móti Vllaznia á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld þegar 1.umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar fór fram.

Valsmenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í kvöld en þrátt fyrir það voru þeir stálheppnir að jafna leikinn og fara með jafna stöðu til Albaníu í seinni leikinn.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Vllaznia

„Flottur leikur og bara flott frammistaða hjá okkur held ég. Er bara sáttur með þetta, 2-2 og núna er leikurinn bara orðin úrslitaleikur þarna úti um að komast áfram í næstu umferð." Sagði Lúkas Logi Heimisson bjargvættur Vals í kvöld. 

Það var komið djúpt inn í uppbótartímann þegar Valsmenn fengu sína síðustu hornspyrnu í leiknum og hún skilaði dýrmætu jöfnunarmarki. Lúkas Logi sagðist ekki geta beðið um betri tilfiningu en að horfa á eftir boltanum yfir línuna.

„Ég get ekki beðið um betri tilfiningu, þetta var bara mjög sætt." 

Stuttu eftir að Lúkas Logi kom inn á sem varamaður misstu gestirnir mann af velli en náðu þó að skora stuttu seinna sem var mikið högg fyrir Valsmenn. 

„Þetta var ágætis högg en við vorum einum fleirri og gátum nýtt það og klórað í bakkann og jafnað þetta." 

Nánar er rætt við Lúkas Loga Heimisson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner