Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   sun 11. ágúst 2019 22:47
Kristófer Jónsson
Óli Jó: Dómarinn réði ekkert við leikinn
Óli var svekktur með frammistöðu sinna manna.
Óli var svekktur með frammistöðu sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var að vonum hundfúll eftir 3-2 tap sinna manna gegn FH í Pepsi Max-deild karla í dag.

„Þetta er náttúrulega bara svekkelsi að fá ekkert útúr þessum leik og ég held að við höfum ekki átt það skilið. Þannig að ég er bara pínulítið ósáttur með frammistöðu okkar." sagði Óli eftir leik.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  3 FH

Eftir markalausan fyrri hálfleik átti sér stað ótrúleg atburðarrás í þeim síðari þar sem að meðal annars voru dæmdar þrjár vítaspyrnur. Morten Beck Guldsmed tryggði þá FH sigur en Valsarar vildu meina að brotið hefði verið á Hannesi Þór þar.

„Ég sá ekki atvikið nógu vel en dómarinn réði ekkert við þennan leik." sagði Óli Jó aðspurður um atvikið og frammistöðu Sigurðar Hjartar dómara í leiknum.

Valsarar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og höfðu til að mynda unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld.

„Þetta er ekki mikið högg en auðvitað er alltaf fúlt að tapa leik. Við höfum svo sem tapað leikjum áður en það er bara að rífa sig uppúr þessu og koma til baka." sagði Óli Jó að lokum.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner