Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 11. september 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Jón Þór mjög pirraður: Ég hef engar skýringar á því
ÍA væri fallið ef þetta væri enn 22 umferða deild
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var vægast sagt pirraður er hann mætti í viðtal eftir 6-1 tap gegn FH í Bestu deildinni í dag. ÍA er á botninum eftir leikinn, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Maður er bara orðlaus og gríðarlega svekktur. Þetta var bara framhald af leiknum gegn KR, en í þeim leik var stuttur kafli þar sem svona var upp á teningnum. Þetta var 90 mínútur af því," sagði Jón Þór ósáttur við frammistöðu.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

„Við náðum aldrei neinum þéttleika á liðið, mér fannst enginn liðsbragur á liðinu og menn voru ekki að vinna hlutina saman. Þegar við töpuðum boltanum voru gríðarleg svæði þar sem við vorum opnir. Það var algjört stemmningsleysi og andleysi og við náum okkur aldrei á strik."

Þetta var fallbaráttuslagur, eiginlega sex stiga leikur ef svo má að orði komast. Hvað veldur því að Skagamenn mæti ekki tilbúnari í þennan leik?

„Ég hef engar skýringar á því," sagði Jón Þór.

Hann gerði eina breytingu í hálfleik en pældi hann í því að gera fleiri breytingar þá?

„Hlutunum er velt upp og við hefðum getað gert það, en þetta var ákvörðunin og það gekk ekki upp frekar en annað."

ÍA væri fallið ef þetta væri 22 leikja mót eins og í fyrra, en það eru sex leikir eftir núna. Jón Þór segir að liðið þurfi að sækja sín einkenni og gildi aftur, en það skorti baráttu og margt fleira í dag.

„Það eru sex leikir eftir í mótinu og nóg eftir. Ef við ætlum ekki að sýna meira en þetta þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég hef samt fulla trú á þessum hóp. Við höfum gert þetta áður og menn eiga að vita hvað það er sem gerir þetta lið að liði. Við þurfum að fara til baka og ná í þau gildi aftur. Það er alveg óskiljanlegt að þau hafi gleymst heima í dag. Sem betur höfum við tíma á milli leikja og við þurfum að leggjast á eitt að sækja það aftur," sagði Jón Þór.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofa.
Athugasemdir
banner
banner