Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 11. september 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Jón Þór mjög pirraður: Ég hef engar skýringar á því
ÍA væri fallið ef þetta væri enn 22 umferða deild
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var vægast sagt pirraður er hann mætti í viðtal eftir 6-1 tap gegn FH í Bestu deildinni í dag. ÍA er á botninum eftir leikinn, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Maður er bara orðlaus og gríðarlega svekktur. Þetta var bara framhald af leiknum gegn KR, en í þeim leik var stuttur kafli þar sem svona var upp á teningnum. Þetta var 90 mínútur af því," sagði Jón Þór ósáttur við frammistöðu.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

„Við náðum aldrei neinum þéttleika á liðið, mér fannst enginn liðsbragur á liðinu og menn voru ekki að vinna hlutina saman. Þegar við töpuðum boltanum voru gríðarleg svæði þar sem við vorum opnir. Það var algjört stemmningsleysi og andleysi og við náum okkur aldrei á strik."

Þetta var fallbaráttuslagur, eiginlega sex stiga leikur ef svo má að orði komast. Hvað veldur því að Skagamenn mæti ekki tilbúnari í þennan leik?

„Ég hef engar skýringar á því," sagði Jón Þór.

Hann gerði eina breytingu í hálfleik en pældi hann í því að gera fleiri breytingar þá?

„Hlutunum er velt upp og við hefðum getað gert það, en þetta var ákvörðunin og það gekk ekki upp frekar en annað."

ÍA væri fallið ef þetta væri 22 leikja mót eins og í fyrra, en það eru sex leikir eftir núna. Jón Þór segir að liðið þurfi að sækja sín einkenni og gildi aftur, en það skorti baráttu og margt fleira í dag.

„Það eru sex leikir eftir í mótinu og nóg eftir. Ef við ætlum ekki að sýna meira en þetta þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég hef samt fulla trú á þessum hóp. Við höfum gert þetta áður og menn eiga að vita hvað það er sem gerir þetta lið að liði. Við þurfum að fara til baka og ná í þau gildi aftur. Það er alveg óskiljanlegt að þau hafi gleymst heima í dag. Sem betur höfum við tíma á milli leikja og við þurfum að leggjast á eitt að sækja það aftur," sagði Jón Þór.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofa.
Athugasemdir
banner
banner
banner