Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 11. september 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Jón Þór mjög pirraður: Ég hef engar skýringar á því
ÍA væri fallið ef þetta væri enn 22 umferða deild
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var vægast sagt pirraður er hann mætti í viðtal eftir 6-1 tap gegn FH í Bestu deildinni í dag. ÍA er á botninum eftir leikinn, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Maður er bara orðlaus og gríðarlega svekktur. Þetta var bara framhald af leiknum gegn KR, en í þeim leik var stuttur kafli þar sem svona var upp á teningnum. Þetta var 90 mínútur af því," sagði Jón Þór ósáttur við frammistöðu.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

„Við náðum aldrei neinum þéttleika á liðið, mér fannst enginn liðsbragur á liðinu og menn voru ekki að vinna hlutina saman. Þegar við töpuðum boltanum voru gríðarleg svæði þar sem við vorum opnir. Það var algjört stemmningsleysi og andleysi og við náum okkur aldrei á strik."

Þetta var fallbaráttuslagur, eiginlega sex stiga leikur ef svo má að orði komast. Hvað veldur því að Skagamenn mæti ekki tilbúnari í þennan leik?

„Ég hef engar skýringar á því," sagði Jón Þór.

Hann gerði eina breytingu í hálfleik en pældi hann í því að gera fleiri breytingar þá?

„Hlutunum er velt upp og við hefðum getað gert það, en þetta var ákvörðunin og það gekk ekki upp frekar en annað."

ÍA væri fallið ef þetta væri 22 leikja mót eins og í fyrra, en það eru sex leikir eftir núna. Jón Þór segir að liðið þurfi að sækja sín einkenni og gildi aftur, en það skorti baráttu og margt fleira í dag.

„Það eru sex leikir eftir í mótinu og nóg eftir. Ef við ætlum ekki að sýna meira en þetta þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég hef samt fulla trú á þessum hóp. Við höfum gert þetta áður og menn eiga að vita hvað það er sem gerir þetta lið að liði. Við þurfum að fara til baka og ná í þau gildi aftur. Það er alveg óskiljanlegt að þau hafi gleymst heima í dag. Sem betur höfum við tíma á milli leikja og við þurfum að leggjast á eitt að sækja það aftur," sagði Jón Þór.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofa.
Athugasemdir
banner
banner