Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 11. september 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Jón Þór mjög pirraður: Ég hef engar skýringar á því
ÍA væri fallið ef þetta væri enn 22 umferða deild
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var vægast sagt pirraður er hann mætti í viðtal eftir 6-1 tap gegn FH í Bestu deildinni í dag. ÍA er á botninum eftir leikinn, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Maður er bara orðlaus og gríðarlega svekktur. Þetta var bara framhald af leiknum gegn KR, en í þeim leik var stuttur kafli þar sem svona var upp á teningnum. Þetta var 90 mínútur af því," sagði Jón Þór ósáttur við frammistöðu.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

„Við náðum aldrei neinum þéttleika á liðið, mér fannst enginn liðsbragur á liðinu og menn voru ekki að vinna hlutina saman. Þegar við töpuðum boltanum voru gríðarleg svæði þar sem við vorum opnir. Það var algjört stemmningsleysi og andleysi og við náum okkur aldrei á strik."

Þetta var fallbaráttuslagur, eiginlega sex stiga leikur ef svo má að orði komast. Hvað veldur því að Skagamenn mæti ekki tilbúnari í þennan leik?

„Ég hef engar skýringar á því," sagði Jón Þór.

Hann gerði eina breytingu í hálfleik en pældi hann í því að gera fleiri breytingar þá?

„Hlutunum er velt upp og við hefðum getað gert það, en þetta var ákvörðunin og það gekk ekki upp frekar en annað."

ÍA væri fallið ef þetta væri 22 leikja mót eins og í fyrra, en það eru sex leikir eftir núna. Jón Þór segir að liðið þurfi að sækja sín einkenni og gildi aftur, en það skorti baráttu og margt fleira í dag.

„Það eru sex leikir eftir í mótinu og nóg eftir. Ef við ætlum ekki að sýna meira en þetta þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég hef samt fulla trú á þessum hóp. Við höfum gert þetta áður og menn eiga að vita hvað það er sem gerir þetta lið að liði. Við þurfum að fara til baka og ná í þau gildi aftur. Það er alveg óskiljanlegt að þau hafi gleymst heima í dag. Sem betur höfum við tíma á milli leikja og við þurfum að leggjast á eitt að sækja það aftur," sagði Jón Þór.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofa.
Athugasemdir
banner
banner
banner