Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 11. september 2022 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Jón Þór mjög pirraður: Ég hef engar skýringar á því
ÍA væri fallið ef þetta væri enn 22 umferða deild
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
ÍA væri fallið ef það væru enn bara 22 leikir í deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var vægast sagt pirraður er hann mætti í viðtal eftir 6-1 tap gegn FH í Bestu deildinni í dag. ÍA er á botninum eftir leikinn, fjórum stigum frá öruggu sæti.

„Maður er bara orðlaus og gríðarlega svekktur. Þetta var bara framhald af leiknum gegn KR, en í þeim leik var stuttur kafli þar sem svona var upp á teningnum. Þetta var 90 mínútur af því," sagði Jón Þór ósáttur við frammistöðu.

Lestu um leikinn: FH 6 -  1 ÍA

„Við náðum aldrei neinum þéttleika á liðið, mér fannst enginn liðsbragur á liðinu og menn voru ekki að vinna hlutina saman. Þegar við töpuðum boltanum voru gríðarleg svæði þar sem við vorum opnir. Það var algjört stemmningsleysi og andleysi og við náum okkur aldrei á strik."

Þetta var fallbaráttuslagur, eiginlega sex stiga leikur ef svo má að orði komast. Hvað veldur því að Skagamenn mæti ekki tilbúnari í þennan leik?

„Ég hef engar skýringar á því," sagði Jón Þór.

Hann gerði eina breytingu í hálfleik en pældi hann í því að gera fleiri breytingar þá?

„Hlutunum er velt upp og við hefðum getað gert það, en þetta var ákvörðunin og það gekk ekki upp frekar en annað."

ÍA væri fallið ef þetta væri 22 leikja mót eins og í fyrra, en það eru sex leikir eftir núna. Jón Þór segir að liðið þurfi að sækja sín einkenni og gildi aftur, en það skorti baráttu og margt fleira í dag.

„Það eru sex leikir eftir í mótinu og nóg eftir. Ef við ætlum ekki að sýna meira en þetta þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Ég hef samt fulla trú á þessum hóp. Við höfum gert þetta áður og menn eiga að vita hvað það er sem gerir þetta lið að liði. Við þurfum að fara til baka og ná í þau gildi aftur. Það er alveg óskiljanlegt að þau hafi gleymst heima í dag. Sem betur höfum við tíma á milli leikja og við þurfum að leggjast á eitt að sækja það aftur," sagði Jón Þór.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofa.
Athugasemdir
banner
banner