Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 12. maí 2022 22:24
Brynjar Ingi Erluson
Jón Sveins: Fundu blóðið og gengu á lagið
Jón Sveinsson
Jón Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, segir að það vantaði upp á að liðið nýtti sín færi í 4-1 tapinu gegn Víkingum í Bestu deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Framarar voru orkumiklir gegn Íslandsmeisturunum og fengu ágætis færi í byrjun leiks en nýttu ekki. Víkingar skoruðu síðan þrjú mörk á fimmtán mínútum og leiddu í hálfleik 3-0.

Gestirnir reyndu að koma sér inn í leikinn og náði Hlynur Atli Magnússon að minnka muninn en sjálfsmark frá Delphin Tshiembe kýldi þá niður og lokatölur því 4-1.

„Já, hárrétt. Við spiluðum fínan fótbolta en Víkingarnir voru erfiðir í dag. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega og jafnræði í leiknum og við fengum fyrstu góðu færin í leiknum en fáum á okkur ódýr tvö mörk fljótlega og eftir það var þetta pínu erfitt. Víkingarnir eru erfiðir við að eiga og um leið og þeir komust yfir fundu þeir blóðið aðeins og gengu á lagið."

„Nýttu sitt vel. Það eru gæði í þessu liði og mátt ekki gefa þeim mikið því þá er hætta á þú fáir á þig mark. Því miður þá fengu þeir þessi færi og þeir nýttu þau vel og við vorum 3-0 undir í hálfleik,"
sagði Jón.

Það vantaði upp á herslumuninn á síðasta þriðjung vallarins en Jón segir að hann og þjálfarateymið hefðu kannski getað sett leikinn betur upp.

„Kannski vantaði meiri hreyfingu án bolta en á móti kemur að Víkingarnir voru þéttir til baka og það var ekki mikið svæði til að spila boltanum í. Mér fannst við vera taktískt ekki jafn vel undirbúnir og Víkingarnir. Ég þarf að taka þetta pínu á mig og okkur í þjálfarateyminu. Mér fannst við hefðum mátt undirbúa leikinn betur en við gerðum. Það eru tækifæri á móti Víking en við náðum ekki að nýta það nógu vel," sagði Jón en viðtalið má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner