„Við getum ekki sagt annað," sagði Emil Pálsson, leikmaður FH, aðspurður út í það hvort leikmenn FH væri ekki hundsvekktir eftir 1-1 jafntefli gegn færeyska liðinu Víkingi Götu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.
„Þeir lágu mjög aftarlega, voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Það var virkilega klaufalegt hjá okkur að fá á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum leikinn úti."
„Þeir lágu mjög aftarlega, voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Það var virkilega klaufalegt hjá okkur að fá á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum leikinn úti."
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Víkingur Götu
Framundan er erfiður útileikur í Færeyjum.
„Þetta verður alveg eins úti. Þeir eru að fara að liggja aftarlega, treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins betur inn á þá núna og við eigum klárlega eftir að taka þá úti. Það verður skemmtilegur leikur," sagði Emil.
Víkingarnir frá Færeyjum skoruðu mark sitt úr vítaspyrnu. Emil var spurður út í aðdragandann.
„Ég man ekki alveg hvernig aðdragandinn var að þessu; langur bolti sem að skýst í einhvern og inn fyrir. Allt í einu er einn kominn í gegn og hann skýtur fram hjá, en samt fá þeir víti. Þetta var röð mistaka og á ekki að gerast í svona leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























