Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 12. september 2020 10:00
Aksentije Milisic
De Bruyne: Alveg sama þó við fengum ekki Messi
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, var í ítarlegu viðtali á dögunum við Daily Mail.

Þar var hann spurður út í Lionel Messi en Messi hafði mikið verið orðaður við Manchester City eftir að hann gaf það út að hann vildi yfirgefa Barcelona.

Allt kom þó fyrir ekki og verður Messi áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð.

„Ég hugsaði ekki mikið út í þetta. Þetta hefði geta gerst eða ekki. Ef þú getur fengið Messi í liðið þitt, þá auðvitað geriru það. Þetta hefði verið risa stórt fyrir City, ekki bara frá knattspyrnulegu sjónarmiði heldur líka viðskiptalega séð," sagði Bruyne.

„Mér er samt alveg sama. Ef hann hefði komið þá hefði hann hjálpað okkur helling því hann er besti leikmaður heims að mínu mati. En það gerðist ekki svo það þýðir lítið að hugsa út í það núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner