Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   þri 12. október 2021 18:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Jökull: Við vorum stórkostlegir í dag
Icelandair
Jökull Andrésson, besti leikmaður íslenska liðsins í dag var virkilega svekktur er Ísland tapaði 0-1 fyrir Portúgal í undankeppni EM U21 árs.

"Já við erum rosalega svekktir við áttum skilið 3 stig, við vorum stórkostlegir í dag bara ógeðslega flottir og rosalega óheppnir að skora ekki eitt mark eða tvö" Sagði Jökull í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Bestu leikmenn leiksins voru markmenn beggja liða en Celton Biai markmaður Portúgala og Jökull voru gjörsamlega frábærir í leiknum.

"Hinn markmaðurinn var stórkostlegur en þetta er bara vinnan mín, ég er ekkert fagnandi hérna út af því við töpuðum leiknum, eina sem skipti máli í dag var að ná í 3 stig, jújú auðvitað er ég sáttur með mína frammistöðu en manni langar alltaf í 3 stig"

Hvernig fannst Jökkli að vera hinu megin á vellinum að fylgjast með færanýtingu liðsins?

"Stundum er maður bara óheppinn, ég þekki strákana mjög vel og þetta eru stórkostlegir leikmenn og ég get sagt þér það, á æfingum þá slútta þessir gaurar öllum færum og þeir voru bara óheppnir í dag og stundum eiga markmenn bara svona daga þannig bara óheppnir í dag"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Jökull talar um tíma sinn hjá Morcambe og fleira.
Athugasemdir
banner