lau 13. febrúar 2021 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mun Liverpool finna arftaka Wijnaldum í Þýskalandi?
Powerade
Florian Neuhaus er orðaður við Liverpool.
Florian Neuhaus er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Sancho á förum frá Dortmund næsta sumar?
Sancho á förum frá Dortmund næsta sumar?
Mynd: Getty Images
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins en það var BBC sem tók saman þessa mola.



Liverpool er að undirbúa sig fyrir brottför miðjumannsins Georginio Wijnaldum (30) þegar samningur hans rennur út í sumar. Liverpool hefur áhuga á Florian Neuhaus (23), miðjumanni Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, sem arftaka Wijnaldum. (Kicker)

Rodrigo de Paul (26), sóknarsinnaður miðjumaður Udinese, er einnig á óskalista Jurgen Klopp, stjóra Liverpool. (Sun)

Arsenal er nálægt því að ganga frá kaupum á Tiago Tomas (18), sóknarmanni Sporting í Portúgal fyrir 20 milljónir punda. (Sun)

Dayot Upamecano (22), franskur miðvörður RB Leipzig, er að fara að skrifa undir fimm ára samning við þýska stórveldið Bayern München. Hann hefur einnig verið mikið orðaður við Chelsea og Liverpool. (Bild)

Arsenal telur sig geta sannfært sóknarmanninn Folarin Balogun (19) um að skrifa undir nýjan samning við félagið. Hann rennur út á samningi í sumar og hefur vakið athygli félaga víða um Evrópu. (London Evening Standard)

Þýska úrvalsdeildarfélagið Bayer Leverkusen er í kapphlaupinu um Balogun ásamt meðlöndum sínum í Stuttgart og franska félaginu Rennes. (Mirror)

Það er nánast öruggt að kantmaðurinn Jadon Sancho (20) spili annars staðar en hjá Borussia Dortmund á næstu leiktíð. Það er samt sem áður ólíklegt að þýska félagið fái fyrir hann 100 milljónir punda eins og það var að biðja Manchester United um fyrir hann síðasta sumar. (Eurosport)

Vinstri bakvörðurinn Lucas Digne (27) er búinn að samþykkja að skrifa undir nýjan samning hjá Everton. (Sky Sports)

Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Bournemouth eigi að íhuga að ráða Patrick Vieira (44) sem næsta stjóra sinn. Keown og Vieira spiluðu saman í Arsenal en sögur eru um að hann sé á meðal þeirra sem komi til greina í starfið hjá Bournemouth. (Talksport)

New York Red Bulls og DC United í MLS-deildinni í Norður-Ameríku hafa áhuga á Kieran Gibbs (31), vinstri bakverði West Brom. Hann er einnig á óskalista Inter Miami í sömu deild. (ESPN)

Diego Costa (32), sem yfirgaf Atletico Madrid í desember, er í viðræðum við brasilíska félagið Palmeiras, félag sem hann hefur stutt frá því í barnæsku. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner