Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   sun 13. apríl 2025 20:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: Trúi því ekki hversu lélegt United liðið er
Mynd: EPA
Roy Keane, sérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Man Utd, var mjög ósáttur með liðið eftir tapið gegn Newcastle í kvöld.

Hann gagnrýndi Christian Eriksen sérstaklega og sagði að hann hefði átt að yfirgefa félagið fyrir ári eða tveimur árum síðan en hann mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningurinn rennur út.

„Ég trúi því ekki hversu lélegt United liðið er. Þeir hafa tapað 14 leikjum, við erum alltaf með einhverjar afsakanir. Það eru ekki nógu margir leikmenn sem geta hlaupið, ég held að sumir vilji ekki hlaupa. Það er ekki nógu mikil ógn fyriri framan markið, menn þurfa að grafa djúpt þegar þú ert í þessari stöðu en þeir gerðu það ekki í seinni háflleik," sagði Keane.

Man Utd er í 14. sæti með 38 stig eftir 32 umferðir.
Athugasemdir
banner