„Mjög ánægður með úrslitin, góður sigur gegn einu af topp liðunum í deildinni á þessu tímabili,'' sagði kampakátur Gary Martin eftir 1-5 sigur ÍBV gegn Grindavík
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 5 ÍBV
Eyjamenn gerðu góða ferð til Grindavíkur þar sem þeir rúlluðu yfir heimamenn með fimm mörkum gegn einu. Gary vildi þó ekki gera of mikið úr úrslitunum.
„Þetta var bara einn sigur í dag, fólk ræður hvað það les úr þessum úrslitum. Góður sigur og við förum í næstu umferð.''
Flestir spá því að ÍBV fari upp úr Lengjudeildinni en Gary vill ekki gera of mikið úr spám. „Ég var í Val á síðasta tímabili og þá áttum við að vera annað af bestu liðunum í deildinni. Það skiptir ekki máli, þú verður að mæta á svæðið og sýna góða frammistöðu.''
ÍBV er eitt af best mönnuðu liðunum í Lengjudeildinni. Gary leggur þó mikla áherslu á árangur velti ekki á einstaklingshæfileikum heldur sterkri liðsheild. „Við erum lið, þetta snýst ekki um einstaklinga, snýst ekki um mig eða Bjarna eins og fólk er að segja heldur erum við lið.''
Gary leggur mikla áherslu á það að aðamálið sé að ÍBV fari upp um deild óháð því hversu mörg mörk hann skori. „Kannsi skora ég 20 mörk, kannski skora ég 10 mörk, kannski skora þá bara aðrir í liðinu 15 mörk, svo lengi sem við förum upp."
Athugasemdir






















