Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. október 2019 15:17
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Gústi Gylfa fundaði með Þrótti í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason er í viðræðum við Þrótt Reykjavík og gæti tekið við liðinu. Hann fundaði með Þrótturum í dag. Þetta fullyrðir 433.is.

Ágúst hefur stýrt Breiðabliki í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar undanfarin tvö tímabil en þrátt fyrir það ákváðu Blikar að skipta um þjálfara.

Þróttur var í vandræðum í Inkasso-deildinni á liðnu sumri og bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni.

Þórhallur Siggeirsson, sem þjálfaði Þrótt, var rekinn eftir tímabilið.

Ágúst hefur verið orðaður við fleiri félög, þar á meðal Gróttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner