81 manns voru teknir af lífi í Sádi-Arabíu um helgina til að refsa þeim fyrir hina ýmsu glæpi.
Sádi-Arabía er eitt af fáum löndum í heiminum sem beitir dauðarefsingu, eitthvað sem vestræni heimurinn telur vera mannréttindabrot.
Opinber fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu á knattspyrnufélag á Englandi, Newcastle, og var Eddie Howe knattspyrnustjóri þess spurður út í aftökurnar eftir nauman tapleik gegn Chelsea um helgina.
„Ég er knattspyrnustjóri og einbeiti mér að því að vinna fótboltaleiki. Þar af leiðandi mun ég einungis svara spurningum um knattspyrnu," svaraði Howe.
Góðgerðarsamtökin risastóru Amnesty International hvetja Howe til að taka hausinn úr sandinum og tjá sig um málið.
„Eddie Howe er ekki maðurinn sem tekur ákvarðanir um hver á eða rekur Newcastle United en hann er þó knattspyrnustjóri félagsins. Við viljum hvetja hann og aðra innan félagsins til að fræða sig um þessi mál og tala gegn þeim opinberlega. Það voru 81 manns afhausaðir í Sádi-Arabíu um helgina," sagði Felix Jakens, einn stjórnanda Amnesty.
„Eddie er ekki maðurinn sem tekur stóru ákvarðanirnar en hann er með rödd til að tjá sig."