„Tilfinningin er mjög góð, við erum að tengja saman góð úrslit í upphafi móts og getum ekki verið annað en mjög ánægði með það. “Sagði Ívar Örn Jónsson leikmaður HK um líðan sína eftir 2-0 sigur HK á liði Keflavíkur í Reykjanesbæ fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 HK
Leikurinn í dag bauð ekki upp á mörg færi eða taumlausa skemmtun á vellinum heldur einkenndist meira af baráttu en HK liðið var þó alltaf líklegra.
„Mér fannst við alltaf vera með yfirhöndina þó þetta hafi ekki verið fallegasti fótboltinn á köflum. En manni leið vel inni á vellinum og eins og við værum með yfirhöndina sem er kannski framför á okkar leik“
Örvar Eggertsson skoraði mark beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Hefur Ívar sem snemma á ferli sínum gekk undir nafninu Aukaspyrnu Ívar verið með Örvar á námskeiðum?
„Jú jú ég ætla að taka kredit fyrir þetta á æfingarsvæðinu. Örvar er bara með mikið sjálfstraust og hefur byrjað mótið vel og hefur alltaf verið góður spyrnumaður. En það sem hann hefur bætt mikið hjá sér er mikil yfirvegun þegar hann fær færi og aukaspyrnur. Hann tók þetta vel og bara hrós á hann.“
Allt viðtalið við Ívar má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
























