Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sanchez fær traustið frá Maresca
Mynd: EPA
Robert Sanchez er áfram aðalmarkvörður Chelsea en hann hefur fengið þónokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Chelsea nældi í Filip Jörgensen í sumar og hefur staðið sig vel þegar hann fær tækifærið. Hann hefur spilað í bikar og Evrópukeppnum en hann fékk tækifæri í deildinni gegn Southampton fyrr í þessum mánuði.

„Það er ekki í kortunum að breyta til. Við erum samt sem áður með tvo góða markmenn. Á meðan þeir halda þessu áfram erum við ánægðir," sagði Maresca.

Í síðasta mánuði svaraði Sanchez gagnrýni í garð Sanchez.

„Já, hann hefur gert mistök en hann hefur líka gert svo margt gott. Ég bið hann um að gera þetta, um leið og hann hættir því (spila boltanum frá marki) mun hann ekki spila. Ef hann gerir mistök þá er það ekki hans vandamál heldur mitt því ég bið hann um þetta."
Athugasemdir
banner
banner