Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 15. maí 2014 17:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara í 3. deild karla: 6-10. sæti
Nýliðar Einherja enda í 6. sæti ef marka má spánna.
Nýliðar Einherja enda í 6. sæti ef marka má spánna.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Helgi Ármannsson leikmaður KFR.
Helgi Ármannsson leikmaður KFR.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Úr leik hjá Magna Grenivík.
Úr leik hjá Magna Grenivík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grundfirðingum er spáð 9. sætinu.
Grundfirðingum er spáð 9. sætinu.
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
ÍH mun enda á botninum samkvæmt spánni.
ÍH mun enda á botninum samkvæmt spánni.
Mynd: Ásgeir Gunnarsson
Keppni í 3. deild karla hefst um helgina en líkt og í fyrra er um að ræða 10 liða deild.

Fótbolti.net fékk þjálfarana í deildinni til að spá fyrir um lokastöðuna. Hér að neðan má sjá spána fyrir liðin í 6-10. sæti en efri hlutinn birtist á morgun.

6. Einherji 42 stig
Vopnfirðingar gerðu sér lítið fyrir og unnu 4. deildina í fyrra og tryggðu sér sæti í 3. deildinni. Einherji vann alla leiki sína á heimavelli á ,,frímerkinu" á Vopnafirði og heimavöllurinn þarf áfram að vera drjúgur ef liðið ætlar sér stóra hluti í sumar. Nýr völlur verður tekinn í notkun í sumar og spurning er hvort að hann eigi eftir að reynast jafnvel og sá gamli. Víglundur Páll Einarsson þjálfari Vopnfirðinga verður áfram í lykilhlutverki í vörn Einherja sem og Jón Orri Olafsson fyrrum leikmaður Fram og Eiríkur Páll Aðalsteinsson. Sigurður Donys Sigurðsson, skærasta stjarna Vopnfirðinga, mun síðan leiða sóknarleikinn.
Lykilmenn: Jón Orri Ólafsson, Sigurður Donys Sigurðsson, Eiríkur Páll Aðalsteinsson.
Þjálfari: Víglundur Páll Einarsson

7. KFR 41 stig
Sumarið var furðulegt hjá KFR í fyrra. Liðið var í fallbaráttu allt sumarið en eftir sigra í fjórum síðustu leikjunum endaði liðið í 3. sæti deildarinnar! Guðmundur Garðar Sigfússon er spilandi þjálfari hjá KFR og hann er í lykilhlutverki hjá liðinu. Andri Freyr Björnsson, fyrrum leikmaður Selfyssinga, og gamla kempan Lárus Viðar Stefánsson sjá um að binda saman vörnina. Á miðjunni er gamla kempan Almir Cosic í lykilhlutverki sem Helgi Ármannsson. KFR er spáð slakara gengi en í fyrra en liðið hefur þó haldið ágætis kjarna síðan í fyrra og það má alls ekki afskrifa strákana frá Hellu og Hvolsvelli.
Lykilmenn: Almir Cosic, Andri Freyr Björnsson, Guðmundur Garðar Sigfússon.
Þjálfari: Guðmundur Garðar Sigfússon.

8. Magni 38 stig
Magnamenn fóru langt í Borgunarbikarnum í fyrra en bikarævintýrið virtist hafa slæm áhrif á liðið í 3. deildinni. Grenvíkingar soguðust snemma niður í fallbaráttu en náðu að bjarga sér með góðum endasprett. Hreggviður Heiðberg Gunnarsson, Agnar Darri Sverrisson, Fannar Freyr Gíslason og Lars Óli Jessen skoruðu bróðurpartinn af mörkum Magna í fyrra en þeir eru allir horfnir á braut auk þess sem hinn reyndi Ingvar Már Gíslason er hættur. Í staðinn hefur liðið fengið Daniel Badu á miðjuna frá BÍ/Bolungarvík sem og Victor Da Costa frá Frakklandi. Andrés Vilhjálmsson hefur einnig rifið fram skóna og hann gæti átt eftir að skora mörk í sumar. Sumarið gæti hins vegar orðið erfitt á Grenivík líkt og í fyrra.
Lykilmenn: Andrés Vilhjálmsson, Daniel Badu, Victor Da Costa.
Þjálfari: Atli Már Rúnarsson

9. Grundarfjörður 30 stig
Grundfirðingar björguðu sér frá falli undir lokin í 3. deildinni í fyrra eftir brösótt gengi framan af móti. Erlendir leikmenn hjálpuðu liðinu yfir línuna auk þess sem þjálfarinn Aleksander Linta spilaði nokkra leiki. Linta er horfinn á braut og Elinbergur Sveinsson, oft kallaður hefillinn, er við stjórnvölinn í ár. Grundfirðingar hófu undirbúning sinn rólega í vetur en fengu góðan liðsstyrk frá Kára þegar Almar Björn Viðarsson, Kristinn Aron Hjartarson og Valgeir Valdi Valgeirsson komu til félagsins. Spænsku leikmennirnir Jose Manuel Peret Andrew og Rafael Figuerola Perez munu taka slaginn með Grundfirðingum í sumar og Danijel Smiljkovic kemur aftur frá Serbíu. Þessir leikmenn verða að eiga gott sumar ef liðið ætlar að halda sætin sínu annað árið í röð.

Lykilmenn Daniejel Smiljkovic, Heimir Þór Ásgeirsson og Kristinn Aron Hjartarson.
Þjálfari Elinbergur Sveinsson

10. ÍH 20 stig
ÍH var lengi vel í efri hlutanum í 3. deildinni í fyrra en liðið sprakk eins og blaðra um mitt mót. Sjö töp í síðustu átta leikjunum urðu til þess að liðið endaði í 5. sæti að lokum. Kjarninn í liðinu er áfram ungir Hafnfirðingar en gengi liðsins í Lengjubikarnum var ekkert sérstakt. Eiríkur Viljar Kúld, besti sóknarmaður liðsins, var ekkert með á undirbúningstímabilinu þar sem hann var í heimsreisu en hann er búinn að reima á sig takkaskóna og mikið mun mæða á honum í sumar. Árni Freyr Guðnason kom einnig til liðsins frá Fylki í vetur en spurning er hversu mikið hann verður með í sumar. Ef Árni verður í stuði gæti hann orðið einn af öflugri leikmönnum deildarinnar. Daníel Freyr Andrésson, landsliðsmarkvörður í handbolta, varði mark ÍH í fyrra en hann hefur lagt markmannshanskana á hilluna sem er blóðtaka fyrir Hafnfirðinga.
Lykilmenn: Árni Freyr Guðnason, Eiríkur Viljar Kúld og Haukur Ólafsson.
Þjálfari: Fannar Freyr Guðmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner