„Þetta var bara geggjað, frábært að ná í stig á þessum velli," sagði Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður Fjölnis, eftir jafntefli við Víking í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Atli var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Fjölnir
„Þeir voru orðnir vel pirraðir og voru alveg vælandi yfir öllu. Okkur fannst það bara geggjað. Ég held að við höfum sýnt það í dag að við ætlum að afsanna þessa spá," sagði Atli en Fjölni var spáð neðsta sæti í spá Fótbolta.net.
Það leynir sér ekki að Fjölnir er sáttari með stigið en Víkingar.
„Já já, klárlega. Við erum spenntir að fá aðra rimmu við þá á okkar grasi í seinni umferðinni."
Fjölnismenn lögðu vel inn fyrir stiginu og gáfu allt í verkefnið.
„Við erum með okkar markmið og vinnum allir að því sama. Ég held það sé ekki einn maður í liðinu sem hleypur ekki fyrir næsta mann. Við erum ótrúlega spenntir fyrir þessu sumri," sagði Atli að lokum.
Athugasemdir
























