Fylkismenn tóku á móti ÍA í Lautinni í Árbænum í kvöld. 1-1 jafntefli var niðurstaðan. Fótbolti.net tók Viðar Örn Kjartansson tali eftir leik.
,,Að mínu mati þá var eitt lið á vellinum, þeir áttu sitt móment í 20 mínútur. Við vorum að reyna að spila bolta en þeir voru að reyna að drepa leikinn." sagði Viðar en Fylkir varð manni færri eftir 40 mínútna leik er Tómas Joð Þorsteinsson fékk rautt spjald.
Aðspurður um rauða spjaldið sagði hann: ,,Mér fannst þetta soft, mér fannst þeir komast upp með dálítið mikið. Það er hægt að deila um það."
Viðar fékk gult spjald í leiknum fyrir leikaraskap, hann var spurður út í það: ,,Jafnvægið hjá mér er 0, ég segi við Erlend, "þetta var ekki neitt", þá segir hann "já ok", en gefur mér samt spjald. Eftir ummæli þjálfara KR þá hef ég varla fengið aukaspyrnu. Hann bombar mig niður hérna fyrir utan teig en hann bara veifar áfram."
Athugasemdir























