Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
banner
   sun 15. september 2024 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var þægilegt að ná klára þetta með skemmtilegu marki seint í leiknum, mér líður mjög vel." Segir Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Óli Valur fór nokkrum sinnum illa með Vestramenn í vörninni en vantaði oft upp á lokahnykkinn.

„Þetta gekk fínt, ég náði að keyra á menn og koma okkur í fínar stöður en þetta bara gekk ekki alveg og þess vegna var fínt að klára þetta í lokin.

Þetta var lokaleikurinn fyrir tvískiptingu þar sem hörð baráttu um Evrópusæti er framundan.

„Við erum búnir að vinna okkur upp töfluna og eigum bullandi séns á Evrópu og við stefnum á það og vinnum að því."

Óli Valur kom heim að láni frá Sirius fyrir tímabilið og hefur staðið sig vel.

„Ég er búinn að spila margar stöður og verið meiddur en ég hef náð að vinna fyrir liðið og finnst ég hafa staðið mig vel."
Athugasemdir
banner