Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
   sun 15. september 2024 17:27
Kjartan Leifur Sigurðsson
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var þægilegt að ná klára þetta með skemmtilegu marki seint í leiknum, mér líður mjög vel." Segir Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 1-0 sigur á Vestra í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Óli Valur fór nokkrum sinnum illa með Vestramenn í vörninni en vantaði oft upp á lokahnykkinn.

„Þetta gekk fínt, ég náði að keyra á menn og koma okkur í fínar stöður en þetta bara gekk ekki alveg og þess vegna var fínt að klára þetta í lokin.

Þetta var lokaleikurinn fyrir tvískiptingu þar sem hörð baráttu um Evrópusæti er framundan.

„Við erum búnir að vinna okkur upp töfluna og eigum bullandi séns á Evrópu og við stefnum á það og vinnum að því."

Óli Valur kom heim að láni frá Sirius fyrir tímabilið og hefur staðið sig vel.

„Ég er búinn að spila margar stöður og verið meiddur en ég hef náð að vinna fyrir liðið og finnst ég hafa staðið mig vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner