Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   mið 16. apríl 2025 21:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
John óhress í Víkinni í kvöld.
John óhress í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er brjálaður. Ég er þó sáttur við það að leikmennirnir lögðu sig fram og sýndu að þær eru í formi. Við náðum okkar leik samt aldrei í gang," Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-1 tap gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Víkingar náðu sér ekki í gang í dag. Fyrsta mark leiksins var þó fremur sérkennilegt og leiðinlegt fyrir Víkinga að fá það á sig.

„Þetta var sérkennilegt mark. Skoppar af slánni og þær ná frákastinu. Við vorum ekki spila vel fram að því en þær voru ekki að opna okkur og við vorum nokkuð skipulagðar. Þess vegna var erfitt að kyngja þessu"

Víkingar hefðu getað komið sér aftur inn í þennan leik eftir að þær minnkuðu muninn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir brenndi meðal annars af dauðafæri stuttu eftir að Víkingur minnkaði munninn.

„Meira segja í 4-1 var ég að segja við stelpurnar að þetta væri ekki búið. Þetta er bara sú menning sem við höfum byggt upp hér að við gefumst ekki upp. Ég trúði því að ef við myndum skora þá myndum við jafna. Þórdís gerði vel og átti gott hlaup inn fyrir en var óheppin."

Næsti leikur Víkinga er gegn Stjörnunni sem tapaði líka stórt í fyrstu umferð, 6-1 gegn Breiðabliki.

„Andrúmsloftið í liðinu er gott. Ég var í klefanum með stelpunum og þær skilja að við erum ekki að fara öskra á þær og kenna neinum um og skemma sjálfstraustið. Við gerðum okkar besta. Þetta voru sérkennileg mörk sem við fengum á okkur. Í næsta leik þurfum við að eiga góðan dag og vonandi finnum við okkar einkenni aftur."
Athugasemdir
banner