Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 16. apríl 2025 21:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
John óhress í Víkinni í kvöld.
John óhress í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er brjálaður. Ég er þó sáttur við það að leikmennirnir lögðu sig fram og sýndu að þær eru í formi. Við náðum okkar leik samt aldrei í gang," Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-1 tap gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Víkingar náðu sér ekki í gang í dag. Fyrsta mark leiksins var þó fremur sérkennilegt og leiðinlegt fyrir Víkinga að fá það á sig.

„Þetta var sérkennilegt mark. Skoppar af slánni og þær ná frákastinu. Við vorum ekki spila vel fram að því en þær voru ekki að opna okkur og við vorum nokkuð skipulagðar. Þess vegna var erfitt að kyngja þessu"

Víkingar hefðu getað komið sér aftur inn í þennan leik eftir að þær minnkuðu muninn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir brenndi meðal annars af dauðafæri stuttu eftir að Víkingur minnkaði munninn.

„Meira segja í 4-1 var ég að segja við stelpurnar að þetta væri ekki búið. Þetta er bara sú menning sem við höfum byggt upp hér að við gefumst ekki upp. Ég trúði því að ef við myndum skora þá myndum við jafna. Þórdís gerði vel og átti gott hlaup inn fyrir en var óheppin."

Næsti leikur Víkinga er gegn Stjörnunni sem tapaði líka stórt í fyrstu umferð, 6-1 gegn Breiðabliki.

„Andrúmsloftið í liðinu er gott. Ég var í klefanum með stelpunum og þær skilja að við erum ekki að fara öskra á þær og kenna neinum um og skemma sjálfstraustið. Við gerðum okkar besta. Þetta voru sérkennileg mörk sem við fengum á okkur. Í næsta leik þurfum við að eiga góðan dag og vonandi finnum við okkar einkenni aftur."
Athugasemdir
banner