Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 16. apríl 2025 21:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
John óhress í Víkinni í kvöld.
John óhress í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er brjálaður. Ég er þó sáttur við það að leikmennirnir lögðu sig fram og sýndu að þær eru í formi. Við náðum okkar leik samt aldrei í gang," Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-1 tap gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Víkingar náðu sér ekki í gang í dag. Fyrsta mark leiksins var þó fremur sérkennilegt og leiðinlegt fyrir Víkinga að fá það á sig.

„Þetta var sérkennilegt mark. Skoppar af slánni og þær ná frákastinu. Við vorum ekki spila vel fram að því en þær voru ekki að opna okkur og við vorum nokkuð skipulagðar. Þess vegna var erfitt að kyngja þessu"

Víkingar hefðu getað komið sér aftur inn í þennan leik eftir að þær minnkuðu muninn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir brenndi meðal annars af dauðafæri stuttu eftir að Víkingur minnkaði munninn.

„Meira segja í 4-1 var ég að segja við stelpurnar að þetta væri ekki búið. Þetta er bara sú menning sem við höfum byggt upp hér að við gefumst ekki upp. Ég trúði því að ef við myndum skora þá myndum við jafna. Þórdís gerði vel og átti gott hlaup inn fyrir en var óheppin."

Næsti leikur Víkinga er gegn Stjörnunni sem tapaði líka stórt í fyrstu umferð, 6-1 gegn Breiðabliki.

„Andrúmsloftið í liðinu er gott. Ég var í klefanum með stelpunum og þær skilja að við erum ekki að fara öskra á þær og kenna neinum um og skemma sjálfstraustið. Við gerðum okkar besta. Þetta voru sérkennileg mörk sem við fengum á okkur. Í næsta leik þurfum við að eiga góðan dag og vonandi finnum við okkar einkenni aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner