Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 16. apríl 2025 21:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
John óhress í Víkinni í kvöld.
John óhress í Víkinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er brjálaður. Ég er þó sáttur við það að leikmennirnir lögðu sig fram og sýndu að þær eru í formi. Við náðum okkar leik samt aldrei í gang," Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-1 tap gegn Þór/KA.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  4 Þór/KA

Víkingar náðu sér ekki í gang í dag. Fyrsta mark leiksins var þó fremur sérkennilegt og leiðinlegt fyrir Víkinga að fá það á sig.

„Þetta var sérkennilegt mark. Skoppar af slánni og þær ná frákastinu. Við vorum ekki spila vel fram að því en þær voru ekki að opna okkur og við vorum nokkuð skipulagðar. Þess vegna var erfitt að kyngja þessu"

Víkingar hefðu getað komið sér aftur inn í þennan leik eftir að þær minnkuðu muninn. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir brenndi meðal annars af dauðafæri stuttu eftir að Víkingur minnkaði munninn.

„Meira segja í 4-1 var ég að segja við stelpurnar að þetta væri ekki búið. Þetta er bara sú menning sem við höfum byggt upp hér að við gefumst ekki upp. Ég trúði því að ef við myndum skora þá myndum við jafna. Þórdís gerði vel og átti gott hlaup inn fyrir en var óheppin."

Næsti leikur Víkinga er gegn Stjörnunni sem tapaði líka stórt í fyrstu umferð, 6-1 gegn Breiðabliki.

„Andrúmsloftið í liðinu er gott. Ég var í klefanum með stelpunum og þær skilja að við erum ekki að fara öskra á þær og kenna neinum um og skemma sjálfstraustið. Við gerðum okkar besta. Þetta voru sérkennileg mörk sem við fengum á okkur. Í næsta leik þurfum við að eiga góðan dag og vonandi finnum við okkar einkenni aftur."
Athugasemdir