Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 16. júlí 2023 22:40
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 12. umferðar - Afturelding að stinga af
Lengjudeildin
Daníel Finns Matthíasson er leikmaður umferðarinnar.
Daníel Finns Matthíasson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tómas Johannessen er sextán ára.
Tómas Johannessen er sextán ára.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnar Bergmann Sigmarsson.
Gunnar Bergmann Sigmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag kláraðist loksins heil umferð í Lengjudeildinni en þá fór öll 12. umferðin fram. Afturelding hefur stungið af í deildinni og er með níu stiga forystu eftir 2-1 útisigur gegn Þór Akureyri en önnur úrslit dagsins féllu auk þess Mosfellingum í hag.

Leikmaður umferðarinnar:
Daníel Finns Matthíasson
Daníel skoraði úr víti og aukaspyrnu þegar Leiknir vann annan endurkomusigur sinn í röð. Liðið vann 4-2 útisigur á Selfossi. Stigasöfnun Breiðhyltinga er komin á mun betra ról en þeir hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og náð að klifra upp í sjötta sætið.

Leiknir á annan fulltrúa í úrvalsliði umferðarinnar en það er sóknarmaðurinn Omar Sowe sem skoraði fyrsta mark leiksins.



Magnús Már Einarsson er þjálfari umferðarinnar í fjórða sinn en Afturelding var fyrst liða til að vinna Þórsara fyrir norðan í sumar. Elmar Kári Enesson Cogic var valinn maður leiksins en hann skoraði fyrra mark Aftureldingar. Gunnar Bergmann Sigmarsson var eins og klettur í vörn liðsins.

Fjölnir fékk á sig jöfnunarmark í lokin gegn Þrótti, 2-2 urðu lokatölur. Maður leiksins var Aron Snær Ingason sem skoraði fyrra mark Þróttar og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Sigurganga ÍA var stöðvuð þegar Vestri kom í heimsókn á Akranes. 1-1 urðu lokatölur. Nacho Gil miðjumaður Vestra var valinn maður leiksins og þá var Hlynur Sævar Jónsson öflugur í vörn ÍA og skoraði svo jöfnunarmark leiksins.

Grótta vann 2-0 sigur gegn Grindavík. Ungstirnið Tómas Jóhannessen var frábær í leiknum og skoraði fyrra markið. Rafal Stefán Daníelsson var flottur í marki Gróttu og hélt hreinu.

Hrovje Tokic bjó sífellt til vandræði fyrir vörn Njarðvíkur og skoraði sigurmarkið þegar Ægir vann feikilega mikilvægan sigur í fallbaráttuslag í Þorlákshöfn. Vörn Ægis var frábær og Baldvin Þór Berndsen átti geggjaðan leik.

Lið umferðarinnar:
9. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner