Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 03. júlí 2023 10:00
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 9. umferðar - Draumamark í toppslagnum
Lengjudeildin
Elmar Kári Enesson Cogic er leikmaður umferðarinnar.
Elmar Kári Enesson Cogic er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Róbert Hauksson skoraði tvö mörk og lagði upp.
Róbert Hauksson skoraði tvö mörk og lagði upp.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var toppslagur í Lengjudeildinni á fimmtudaginn þegar Afturelding vann 4-3 sigur gegn Fjölni í hreinlega mögnuðum fótboltaleik sem fram fór í Mosfellsbænum. Afturelding er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar er þjálfari umferðarinnar og leikmaður umferðarinnar kemur einnig úr röðum félagsins.

Leikmaður umferðarinnar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Átti frábæran dag í toppslagnum. Hann skoraði tvö mörk, annað þeirra algjört draumamark og hefði getað skorað fleiri. Alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann og er leikmaður 9. umferðar.



Fjölnismenn eru áfram í öðru sæti en ÍA hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið upp í þriðja sætið. Gísli Laxdal Unnarsson var maður leiksins þegar ÍA vann 4-0 sigur gegn Þór en hann skoraði eitt af mörkum leiksins. Steinar Þorsteinsson kemst einnig í úrvalsliðið.

Grindavík er í fjórða sæti en liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Þrótti á föstudaginn. Hinrik Harðarson kom Þrótti á bragðið í leiknum og markvörðurinn Sveinn Óli Guðnason er einnig í liði umferðarinnar.

Grótta komst upp í fimmta sæti með 1-0 sigri gegn Selfossi síðasta miðvikudag. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson steig varla feilspor og var valinn maður leiksins.

Botnlið Ægis vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Vestra 2-1 á Ísafirði. Ægismenn eiga þrjá leikmenn í liði umferðarinnar, það eru varnarmennirnir Baldvin Þór Berndsen, sem skoraði sigurmarkið, og Anton Fannar Kjartansson auk sóknarmannsins Cristofer Rolin sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Þá kom Leiknir sér upp í fallsæti en sendi Njarðvík þangað í staðinn með 3-0 sigri í Breiðholtinu. Róbert Hauksson átti sannkallaðan stórleik, tvö mörk og stoðsending frá honum. Hjalti Sigurðsson er einnig í liðinu. Langþráður og nauðsynlegur sigur Leiknismanna.

Lið umferðarinnar:
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner