Það var toppslagur í Lengjudeildinni á fimmtudaginn þegar Afturelding vann 4-3 sigur gegn Fjölni í hreinlega mögnuðum fótboltaleik sem fram fór í Mosfellsbænum. Afturelding er með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar er þjálfari umferðarinnar og leikmaður umferðarinnar kemur einnig úr röðum félagsins.
Leikmaður umferðarinnar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Átti frábæran dag í toppslagnum. Hann skoraði tvö mörk, annað þeirra algjört draumamark og hefði getað skorað fleiri. Alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann og er leikmaður 9. umferðar.
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar er þjálfari umferðarinnar og leikmaður umferðarinnar kemur einnig úr röðum félagsins.
Leikmaður umferðarinnar:
Elmar Kári Enesson Cogic
Átti frábæran dag í toppslagnum. Hann skoraði tvö mörk, annað þeirra algjört draumamark og hefði getað skorað fleiri. Alltaf hættulegur þegar hann fékk boltann og er leikmaður 9. umferðar.
Fjölnismenn eru áfram í öðru sæti en ÍA hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið upp í þriðja sætið. Gísli Laxdal Unnarsson var maður leiksins þegar ÍA vann 4-0 sigur gegn Þór en hann skoraði eitt af mörkum leiksins. Steinar Þorsteinsson kemst einnig í úrvalsliðið.
Grindavík er í fjórða sæti en liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Þrótti á föstudaginn. Hinrik Harðarson kom Þrótti á bragðið í leiknum og markvörðurinn Sveinn Óli Guðnason er einnig í liði umferðarinnar.
Grótta komst upp í fimmta sæti með 1-0 sigri gegn Selfossi síðasta miðvikudag. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson steig varla feilspor og var valinn maður leiksins.
Botnlið Ægis vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Vestra 2-1 á Ísafirði. Ægismenn eiga þrjá leikmenn í liði umferðarinnar, það eru varnarmennirnir Baldvin Þór Berndsen, sem skoraði sigurmarkið, og Anton Fannar Kjartansson auk sóknarmannsins Cristofer Rolin sem skoraði fyrsta mark leiksins.
Þá kom Leiknir sér upp í fallsæti en sendi Njarðvík þangað í staðinn með 3-0 sigri í Breiðholtinu. Róbert Hauksson átti sannkallaðan stórleik, tvö mörk og stoðsending frá honum. Hjalti Sigurðsson er einnig í liðinu. Langþráður og nauðsynlegur sigur Leiknismanna.
Lið umferðarinnar:
8. umferð - Símon Logi Thasapong (Grindavík)
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir