
„Alls ekki, held við séum ekkert að pæla í því,“ sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvort þær væru farnar að hugsa um að fara í gegnum tímabilið án þess að fá á sig mark eftir 0-7 sigur á FH í dag. Agla átti stórleik og skoraði þrennu.
„Sonný varði frábærlega í fyrri hálfleik. Hún er búin búin að vera geggjuð í sumar og eins stelpurnar í vörninni. Við stefnum á að halda hreinu í hverjum leik en það kemur bara í ljós.“
„Sonný varði frábærlega í fyrri hálfleik. Hún er búin búin að vera geggjuð í sumar og eins stelpurnar í vörninni. Við stefnum á að halda hreinu í hverjum leik en það kemur bara í ljós.“
Lestu um leikinn: FH 0 - 7 Breiðablik
Undir lok leiks átti Sveindís Jane Jónsdóttir séns á að kóróna frábæran leik með marki en kaus frekar að gefa á Rakel Hönnudóttir. Spurð hvort Sveindís væri hugsanlega of örlát svaraði Agla:
„„Við verðum að gefa á þá sem eru í besta færinu. Við erum vanar að gera það, þess vegna skorum við svona mörk mörk eins og í dag.“
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir