Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
   lau 16. ágúst 2025 11:03
Brynjar Ingi Erluson
Jölli í Kaleo í skemmtilegu spjalli við leikmenn Man Utd - „Sem betur fer valdi ég rétta liðið“
Jölli ásamt hópnum
Jölli ásamt hópnum
Mynd: Man Utd/Skjáskot
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United birti skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í dag en þar er Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, sérstakur gestur, þar sem hann ræðir ást sína á United, tónlistina í klefanum og margt annað.

Man Utd fór til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu og lék þar nokkra leiki í sumarseríu ensku úrvalsdeildarinnar.

Jökull hitti á hópinn í Chicago-borg og var nánast með stjörnur í augunum þegar hann mætti. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður United, var á svæðinu ásamt Bruno Fernandes, Matheus Cunha og Diogo Dalot.

„Flest okkar þurfa að ákveða það erfiða val í kringum 5 ára aldur og það er: Liverpool eða Manchester United. Tvö félög með svakalegt fylgi á Íslandi og sem betur fer valdi ég rétta liðið og síðan þá hefur það verið hluti af lífi mínu. Enski fótboltinn er stór hluti af samfélaginu heima, svolítið eins og trúarbrögð. Fótbolti er mér allt, en í kringum 15 eða 16 ára aldurinn hætti ég að spila og fór að einbeita mér að tónlistinni. Þetta eru tvær stærstu ástir í lífi mínu,“ sagði Jökull meðal annars í viðtalinu.

Jökull og félagar hans í Kaleo hafa síðustu ár náð ótrúlegum vinsældum um heim allan. Spilarnir hljómsveitarinnar á Spotify ná yfir þrjá milljarða og þá var lagið No Good tilnefnt til Grammy-verðlauna árið 2018.

Hægt er að sjá myndbandið með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Sjáðu þessa skemmtilegu stiklu með því að ýta á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner
banner