Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 10:47
Magnús Már Einarsson
Sara Björk: Ótrúlega jákvætt að fá þessar ungu stelpur inn
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu Íslands í morgun.
Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu Íslands í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður Selfoss, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í íslenska landsliðshópnum sem mætir Lettum á morgun. Báðar hafa þeir leikið vel í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, fagnar því að fá unga leikmenn inn í hópinn.

„Stelpurnar líta vel út og hafa staðið sig vel heima í deildinni. Hópurinn lítur ótrúlega vel út. Það er gaman að sjá þessar ungu stelpur koma inn og þær er fullar sjálfstraust og vilja spila," sagði Sara á fréttamannafundi í dag.

„Ég er ótrúlega spennt að sjá þær á morgun. Það er ótrúlega jákvætt að fá þessar ungu stelpur inn. Við þurfum á þeim að halda."

Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli klukkan 18:45 á morgun áður en liðið spilar gegn Svíum í toppslag á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner