KR mætti Val á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 4-1 sigri Valsara. Óskar Hrafn, þjálfari KR mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 1 KR
„Eftir dapran fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn stóran hluta seinni hálfleiksins. Í stöðunni 2-1 fannst mér við líklegri að jafna en þeir að komast í 3-1.
Við fáum á okkur þriðja markið sem getur vart flokkast undir neitt annað en trúðamark. Þetta er nánast eins og klippt út úr klaufabárðunum."
Óskar gerði breytingu í hálfleik.
„Það voru tíu útispilarar sem hlupu, vörðust og voru með í leiknum, það var ekki raunin í fyrri hálfleik. Það hjálpar ekki ef þú ert einum færri að spila."
„Oft þegar við erum að klóra okkur inn í leiki þá erum við að fá á okkur of auðveld mörk, við fáum á okkur mörk sem við eigum undir öllum eðlilegum kringumstæðum að geta komið í veg fyrir."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir