Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   fim 17. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Aðalsteinn: Aldrei sáttur að fá ekki þrjú stig
Lengjudeildin
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er aldrei sáttur að fá ekki þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og að vera á erfiðum útvelli og gera jafntefli er mjög gott en við ætluðum okkur þrjú stig og köstuðum því aðeins frá okkur. “
Sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Fram aðspurður hvort hann væri sáttur með jafntefli eftir að jafntefli Keflavíkur og Fram á Nettóvellinum fyrr í kvöld,

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Fram

Eftir erfiðan fyrri hálfleik gegn talsverðum vindi í Keflavík náði Fram yfirhöndinni í þeim síðari og uppskáru að lokum mark úr vítaspyrnu sem dæmd var á Keflavík fyrir hendi. Fannst Aðalsteini Fram geta gert meira?

„Já og sérstaklega þegar leið á seinni hálfleikinn þá voru Keflvíkingar sterkir en í fyrri part seinni hálfleiks þá hefðum við getað gert út um leikinn og fengum tækifæri til þess en svona er fótboltinn. “

Gunnar Gunnarsson leikmaður Fram fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að flautað hafði verið sem reyndist dýrt spaug í dag.

„Já menn gera stundum hluti sem þeir eiga ekki að gera í fótbolta og þetta er bara í hita leiksins. En við verðum bara að taka þessu og það kemur bara maður í manns stað.“

Sagði Aðalsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir