Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
   fim 17. september 2020 19:36
Sverrir Örn Einarsson
Aðalsteinn: Aldrei sáttur að fá ekki þrjú stig
Lengjudeildin
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er aldrei sáttur að fá ekki þrjú stig en miðað við hvernig leikurinn þróaðist og að vera á erfiðum útvelli og gera jafntefli er mjög gott en við ætluðum okkur þrjú stig og köstuðum því aðeins frá okkur. “
Sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson aðstoðarþjálfari Fram aðspurður hvort hann væri sáttur með jafntefli eftir að jafntefli Keflavíkur og Fram á Nettóvellinum fyrr í kvöld,

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Fram

Eftir erfiðan fyrri hálfleik gegn talsverðum vindi í Keflavík náði Fram yfirhöndinni í þeim síðari og uppskáru að lokum mark úr vítaspyrnu sem dæmd var á Keflavík fyrir hendi. Fannst Aðalsteini Fram geta gert meira?

„Já og sérstaklega þegar leið á seinni hálfleikinn þá voru Keflvíkingar sterkir en í fyrri part seinni hálfleiks þá hefðum við getað gert út um leikinn og fengum tækifæri til þess en svona er fótboltinn. “

Gunnar Gunnarsson leikmaður Fram fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma. Fyrra spjaldið fékk hann fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að flautað hafði verið sem reyndist dýrt spaug í dag.

„Já menn gera stundum hluti sem þeir eiga ekki að gera í fótbolta og þetta er bara í hita leiksins. En við verðum bara að taka þessu og það kemur bara maður í manns stað.“

Sagði Aðalsteinn en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner