Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
Túfa: Ósanngjarnt að við unnum ekki
Davíð Smári: Fagna því að menn hafi sofið á okkur
Auðun Helgason: Fótboltinn kitlar alltaf
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
   lau 17. september 2022 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Ég þurfti að skilja þrjá eftir
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sýnir mikinn karakter og kannski innst inni að menn vissu eftir að við komum til baka hér eftir að hafa lent 3-1 undir gegn þeim í bikarnum að þetta var allt hægt. Kannski svolítið lokaður leikur en taktískt vel spilaður af báðum liðum og fyrir þjálfara eða allavega mig fannst mér þetta flott að mörgu leyti.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn eftir 2-2 jafntefli KR gegn Víkingum þar sem KR kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir snemma í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Ef eitthvað einkenndi leik dagsins var það dapur varnarleikur þegar kom að mörkunum sem liðin skoruðu. Um varnarleik sinna manna í mörkum Víkinga sagði Rúnar.

„Við þjálfararnir getum talið átta sendingar til baka eða fjórar og fundið atriði að öllu. Afhverju færði þessi sig ekki? Afhverju lokuðum við ekki þessu betur? Það er í 95% tilfella sem mistök leiða til marka þannig að þú getur alltaf fundið eitthvað til þess að setja út á. Auðvitað er ég ósáttur við mörkin sem við fáum á okkur og ég skil Arnar vel að vera ósáttur að fá mörkin á sig úr föstum leikatriðum gegn okkur en það er bara þannig sem það er í fótbolta. “

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR í dag þrátt fyrir að hann sé heill samkvæmt heimildum. Rúnar var spurður hvað útskýrði fjarveru hans?

„Ég segi bara eins og við hina sem hafa spurt mig. Þú spyrð ekki afhverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða afhverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner