Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   lau 17. september 2022 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Ég þurfti að skilja þrjá eftir
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sýnir mikinn karakter og kannski innst inni að menn vissu eftir að við komum til baka hér eftir að hafa lent 3-1 undir gegn þeim í bikarnum að þetta var allt hægt. Kannski svolítið lokaður leikur en taktískt vel spilaður af báðum liðum og fyrir þjálfara eða allavega mig fannst mér þetta flott að mörgu leyti.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn eftir 2-2 jafntefli KR gegn Víkingum þar sem KR kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir snemma í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Ef eitthvað einkenndi leik dagsins var það dapur varnarleikur þegar kom að mörkunum sem liðin skoruðu. Um varnarleik sinna manna í mörkum Víkinga sagði Rúnar.

„Við þjálfararnir getum talið átta sendingar til baka eða fjórar og fundið atriði að öllu. Afhverju færði þessi sig ekki? Afhverju lokuðum við ekki þessu betur? Það er í 95% tilfella sem mistök leiða til marka þannig að þú getur alltaf fundið eitthvað til þess að setja út á. Auðvitað er ég ósáttur við mörkin sem við fáum á okkur og ég skil Arnar vel að vera ósáttur að fá mörkin á sig úr föstum leikatriðum gegn okkur en það er bara þannig sem það er í fótbolta. “

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR í dag þrátt fyrir að hann sé heill samkvæmt heimildum. Rúnar var spurður hvað útskýrði fjarveru hans?

„Ég segi bara eins og við hina sem hafa spurt mig. Þú spyrð ekki afhverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða afhverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner