Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 17. september 2022 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Ég þurfti að skilja þrjá eftir
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sýnir mikinn karakter og kannski innst inni að menn vissu eftir að við komum til baka hér eftir að hafa lent 3-1 undir gegn þeim í bikarnum að þetta var allt hægt. Kannski svolítið lokaður leikur en taktískt vel spilaður af báðum liðum og fyrir þjálfara eða allavega mig fannst mér þetta flott að mörgu leyti.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn eftir 2-2 jafntefli KR gegn Víkingum þar sem KR kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir snemma í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Ef eitthvað einkenndi leik dagsins var það dapur varnarleikur þegar kom að mörkunum sem liðin skoruðu. Um varnarleik sinna manna í mörkum Víkinga sagði Rúnar.

„Við þjálfararnir getum talið átta sendingar til baka eða fjórar og fundið atriði að öllu. Afhverju færði þessi sig ekki? Afhverju lokuðum við ekki þessu betur? Það er í 95% tilfella sem mistök leiða til marka þannig að þú getur alltaf fundið eitthvað til þess að setja út á. Auðvitað er ég ósáttur við mörkin sem við fáum á okkur og ég skil Arnar vel að vera ósáttur að fá mörkin á sig úr föstum leikatriðum gegn okkur en það er bara þannig sem það er í fótbolta. “

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR í dag þrátt fyrir að hann sé heill samkvæmt heimildum. Rúnar var spurður hvað útskýrði fjarveru hans?

„Ég segi bara eins og við hina sem hafa spurt mig. Þú spyrð ekki afhverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða afhverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner