Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   lau 17. september 2022 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Ég þurfti að skilja þrjá eftir
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sýnir mikinn karakter og kannski innst inni að menn vissu eftir að við komum til baka hér eftir að hafa lent 3-1 undir gegn þeim í bikarnum að þetta var allt hægt. Kannski svolítið lokaður leikur en taktískt vel spilaður af báðum liðum og fyrir þjálfara eða allavega mig fannst mér þetta flott að mörgu leyti.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn eftir 2-2 jafntefli KR gegn Víkingum þar sem KR kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir snemma í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Ef eitthvað einkenndi leik dagsins var það dapur varnarleikur þegar kom að mörkunum sem liðin skoruðu. Um varnarleik sinna manna í mörkum Víkinga sagði Rúnar.

„Við þjálfararnir getum talið átta sendingar til baka eða fjórar og fundið atriði að öllu. Afhverju færði þessi sig ekki? Afhverju lokuðum við ekki þessu betur? Það er í 95% tilfella sem mistök leiða til marka þannig að þú getur alltaf fundið eitthvað til þess að setja út á. Auðvitað er ég ósáttur við mörkin sem við fáum á okkur og ég skil Arnar vel að vera ósáttur að fá mörkin á sig úr föstum leikatriðum gegn okkur en það er bara þannig sem það er í fótbolta. “

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR í dag þrátt fyrir að hann sé heill samkvæmt heimildum. Rúnar var spurður hvað útskýrði fjarveru hans?

„Ég segi bara eins og við hina sem hafa spurt mig. Þú spyrð ekki afhverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða afhverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner