Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 17. september 2022 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Ég þurfti að skilja þrjá eftir
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Rúnar Kristinsson eftir leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sýnir mikinn karakter og kannski innst inni að menn vissu eftir að við komum til baka hér eftir að hafa lent 3-1 undir gegn þeim í bikarnum að þetta var allt hægt. Kannski svolítið lokaður leikur en taktískt vel spilaður af báðum liðum og fyrir þjálfara eða allavega mig fannst mér þetta flott að mörgu leyti.“ Sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leikinn eftir 2-2 jafntefli KR gegn Víkingum þar sem KR kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir snemma í síðari hálfleik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Ef eitthvað einkenndi leik dagsins var það dapur varnarleikur þegar kom að mörkunum sem liðin skoruðu. Um varnarleik sinna manna í mörkum Víkinga sagði Rúnar.

„Við þjálfararnir getum talið átta sendingar til baka eða fjórar og fundið atriði að öllu. Afhverju færði þessi sig ekki? Afhverju lokuðum við ekki þessu betur? Það er í 95% tilfella sem mistök leiða til marka þannig að þú getur alltaf fundið eitthvað til þess að setja út á. Auðvitað er ég ósáttur við mörkin sem við fáum á okkur og ég skil Arnar vel að vera ósáttur að fá mörkin á sig úr föstum leikatriðum gegn okkur en það er bara þannig sem það er í fótbolta. “

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR í dag þrátt fyrir að hann sé heill samkvæmt heimildum. Rúnar var spurður hvað útskýrði fjarveru hans?

„Ég segi bara eins og við hina sem hafa spurt mig. Þú spyrð ekki afhverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða afhverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner