Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 18. maí 2023 19:09
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Erum hægt og bítandi að ná taktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn til Þróttar R. á AVIS-völlinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, mörk leiksins skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarsson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfiður leikur Þróttararnir voru vel skipulagðir og þetta tók okkur langan tíma að brjóta þá á bak aftur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bar þess kannski merki að það var dálítið af breytingum í liðinnu. Leikmenn sem voru að koma inn sem höfðu spilað lítið og tóku smá tíma að ná takti. Mér fannst seinni hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður hjá okkur."

Þetta var fimmti sigurleikur Breiðabliks í röð

„Ég held að við erum hægt og bítandi að ná taktinum. Þessi leikur er öðruvísi, liðið er dálítið breytt og ég myndi halda að stóru prófin eru að koma núna, KA á sunnudaginn og Valur þar á eftir. Ég kvarta ekki yfir því að við séum búnir að vinna þessa leiki og mér finnst spilamennskan heilt yfir kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma kafla. Nú er að fjölga góðu köflunum, lengja þá og setja saman heillega 90 mínútna frammistöðu, það er næsta markmið okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner