Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   fim 18. maí 2023 19:09
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Erum hægt og bítandi að ná taktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn til Þróttar R. á AVIS-völlinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, mörk leiksins skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarsson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfiður leikur Þróttararnir voru vel skipulagðir og þetta tók okkur langan tíma að brjóta þá á bak aftur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bar þess kannski merki að það var dálítið af breytingum í liðinnu. Leikmenn sem voru að koma inn sem höfðu spilað lítið og tóku smá tíma að ná takti. Mér fannst seinni hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður hjá okkur."

Þetta var fimmti sigurleikur Breiðabliks í röð

„Ég held að við erum hægt og bítandi að ná taktinum. Þessi leikur er öðruvísi, liðið er dálítið breytt og ég myndi halda að stóru prófin eru að koma núna, KA á sunnudaginn og Valur þar á eftir. Ég kvarta ekki yfir því að við séum búnir að vinna þessa leiki og mér finnst spilamennskan heilt yfir kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma kafla. Nú er að fjölga góðu köflunum, lengja þá og setja saman heillega 90 mínútna frammistöðu, það er næsta markmið okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir