Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
   fim 18. maí 2023 19:09
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Erum hægt og bítandi að ná taktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn til Þróttar R. á AVIS-völlinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, mörk leiksins skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarsson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfiður leikur Þróttararnir voru vel skipulagðir og þetta tók okkur langan tíma að brjóta þá á bak aftur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bar þess kannski merki að það var dálítið af breytingum í liðinnu. Leikmenn sem voru að koma inn sem höfðu spilað lítið og tóku smá tíma að ná takti. Mér fannst seinni hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður hjá okkur."

Þetta var fimmti sigurleikur Breiðabliks í röð

„Ég held að við erum hægt og bítandi að ná taktinum. Þessi leikur er öðruvísi, liðið er dálítið breytt og ég myndi halda að stóru prófin eru að koma núna, KA á sunnudaginn og Valur þar á eftir. Ég kvarta ekki yfir því að við séum búnir að vinna þessa leiki og mér finnst spilamennskan heilt yfir kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma kafla. Nú er að fjölga góðu köflunum, lengja þá og setja saman heillega 90 mínútna frammistöðu, það er næsta markmið okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner