Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
Aron Sig: Sé ekkert til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta
Amin Cosic: Ekki vanur svona mörgum áhorfendum sem syngja í 90 mínútur
Dóri Árna: Fannst þeir rosalega orkumiklir en við jöfnuðum okkur
Ágúst Orri: Ekki uppleggið en þetta er styrkleikinn minn
Óskar Hrafn: Ef ég set á mig KR gleraugun þá fannst mér við sterkari aðilinn
Bjarni Jó: Fyrra gula spjaldið var mjög ósanngjarnt
Ánægður með nýja hefð á Mærudögum
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
   fim 18. maí 2023 19:09
Kári Snorrason
Óskar Hrafn: Erum hægt og bítandi að ná taktinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætti í heimsókn til Þróttar R. á AVIS-völlinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í dag. Leikar enduðu 0-3 fyrir gestunum, mörk leiksins skoruðu þeir Viktor Karl Einarsson, Klæmint Olsen og Stefán Ingi Sigurðarsson. Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Þetta var erfiður leikur Þróttararnir voru vel skipulagðir og þetta tók okkur langan tíma að brjóta þá á bak aftur. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bar þess kannski merki að það var dálítið af breytingum í liðinnu. Leikmenn sem voru að koma inn sem höfðu spilað lítið og tóku smá tíma að ná takti. Mér fannst seinni hálfleikurinn að mörgu leiti mjög góður hjá okkur."

Þetta var fimmti sigurleikur Breiðabliks í röð

„Ég held að við erum hægt og bítandi að ná taktinum. Þessi leikur er öðruvísi, liðið er dálítið breytt og ég myndi halda að stóru prófin eru að koma núna, KA á sunnudaginn og Valur þar á eftir. Ég kvarta ekki yfir því að við séum búnir að vinna þessa leiki og mér finnst spilamennskan heilt yfir kaflaskipt. Við höfum átt góða og slæma kafla. Nú er að fjölga góðu köflunum, lengja þá og setja saman heillega 90 mínútna frammistöðu, það er næsta markmið okkar."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner