Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 18. júní 2020 22:47
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni: Verður erfitt að keppa við verðandi Íslands- og bikarmeistara
Kvenaboltinn
Árni Freyr Guðnason, annar þjálfara FH.
Árni Freyr Guðnason, annar þjálfara FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti Stjörnukonur á Samsungvellinum í kvöld þegar flautað var til leiks í 2. umferð Pepsi Max deild kvenna.
Mikil jafnræði voru með liðunum framan af en snemma í seinni hálfleik sigldu Stjörnustelpur þægilegum sigri 3-0.

„Vonbrigði klárlega að fá á okkur þrjú mörk en vonbrigði eru fyrstu viðbrögð." Sagði Árni Freyr Guðnason annar þjálfara FH eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við betri fram að markinu þeirra og í stöðunni 1-0, sérstaklega svo í seinni hálfleik áður en þær skora annað markið þá erum við með yfirhöndina í leiknum en eftir það tóku þær öll völd og skipurlagið okkar fór svolítið út um gluggann og lentum þar að leiðandi í vandræðum." 

Stjörnustelpur gerðu breytingu í hálfleik sem gerðu út um leikinn í seinni hálfleik þegar þær skiptu Shameeka Nikoda Fishley inn og hleypti það miklu lífi í sóknarleik Stjörnukvenna.

„Hún kom inná og er klárlega þeirra besti leikmaður, það munar mikið um að getað sett svona sterkan leikmann inná." 

Árni Freyr telur þó að FH geti tekið ýmislegt út úr þessum leik.

„Fyrstu þrjátíu mínúturnar fram að markinu þeirra og svo hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Ég er viss um að ef við hefðum náð að jafna þarna í upphafi seinni hálfleiks þá hefði leikurinn getað snúist og það er svona oft í þessum blessaða bolta að mörk breyta miklu og svo fáum við annað markið á okkur þá var það andstæðan við það að við hefðum getað komið tilbaka en við gáfumst bara upp." 

Árni Freyr staðfesti þá að FH eigi von á frekari styrkingum fyrir sumarið.

„Já við erum með einn erlendan leikmann sem er komin til landsins og byrjuð að æfa með okkur en hún er ekki með leikheimild þannig það vantaði hana heldur betur í dag en hún er klár á þriðjudaginn." 

FH fær Selfoss í heimsókn í næstu umferð og ekki verður verkefnið léttara við það.

„Það verður erfitt að keppa við verðandi Íslands-og bikarmeistara en við þurfum bara að koma og spila okkar leik og ef við náum okkar rythma í leikinn þá hef ég engar áhyggjur." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner