Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   sun 19. janúar 2025 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fiorentina náði ekki að nýta sér liðsmuninn - Albert kom að marki
Mynd: EPA
Fiorentina 1 - 1 Torino
1-0 Moise Kean ('38 )
1-1 Gvidas Gineitis ('70 )
Rautt spjald: Ali Dembele, Torino ('33)

Fiorentina gerði 1-1 jafntefli við Torino í 21. umferð Seríu A á Ítalíu í dag.

Ali Dembele, varnarmaður Torino, var rekinn af velli á 33. mínútu er hann nældi í annað gula spjald. Dembele var að byrja sinn fyrsta leik með Torino og alveg óhætt að segja að seinna gula hafi verið fremur heimskulegt.

Hann togaði Folorunsho niður á miðsvæðinu og var sendur í sturtu, en aðeins fimm mínútum síðar skoraði Moise Kean fyrir heimamenn, sem var hans sextánda mark á leiktíðinni.

Albert Guðmundsson, sem var í byrjunarliði Fiorentina í dag, átti fyrirgjöf inn á teiginn á Andrea Colpani sem reyndi að klippa boltann í netið en markvörður Torino varði boltann út á Kean sem stangaði boltann í netið.

Þrátt fyrir að vera manni fleiri tókst Fiorentina ekki að bæta við mörkum. Þegar það leið á síðari hálfleikinn gerði Paolo Vanoli, þjálfari Torino, nokkrar breytingar.

Litháinn Gvidas Gineitis kom inn á og skoraði tæpum fimmtán mínútum síðar. Albert var tekinn af velli á 76. mínútu.

Fiorentina varð af dýrmætum stigum en liðið er í 6. sæti með 33 stig á meðan Torino er í 11. sæti með 23 stig,
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 25 17 5 3 41 19 +22 56
2 Inter 25 16 6 3 58 24 +34 54
3 Atalanta 25 15 6 4 54 26 +28 51
4 Juventus 25 11 13 1 42 21 +21 46
5 Lazio 25 14 4 7 47 34 +13 46
6 Fiorentina 25 12 6 7 41 27 +14 42
7 Milan 24 11 8 5 36 24 +12 41
8 Bologna 24 10 11 3 38 29 +9 41
9 Roma 25 10 7 8 36 29 +7 37
10 Udinese 25 9 6 10 32 37 -5 33
11 Torino 25 6 10 9 27 31 -4 28
12 Genoa 24 6 9 9 22 33 -11 27
13 Como 25 6 7 12 30 40 -10 25
14 Cagliari 25 6 7 12 26 39 -13 25
15 Lecce 25 6 7 12 18 41 -23 25
16 Verona 25 7 2 16 26 54 -28 23
17 Empoli 25 4 9 12 22 38 -16 21
18 Parma 25 4 8 13 30 45 -15 20
19 Venezia 24 3 7 14 22 39 -17 16
20 Monza 25 2 8 15 21 39 -18 14
Athugasemdir
banner
banner