Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
   fim 19. maí 2022 22:28
Kjartan Leifur Sigurðsson
Einar Jóhannes: Við vorum slegnir út af laginu í byrjun
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum slegnir út af laginu í byrjun. Fylkir voru verulega sterkir og komu okkur í vandræði. Hrós á góðan leik hjá þeim. Það er erfitt að vinna leiki þegar maður fær á sig þrjú mörk eftir hornspyrnur. Við komum okkur í erfiðar stöður í kvöld." Segir Einar Jóhannes Finnbogason aðstoðarþjálfari Fjölnis eftir 5-2 tap sinna manna gegn Fylki í Lengjudeildinni í kvöld. Einar stjórnaði liðinu í fjarveru Úlfs Arnars Jökulssonar sem tók út leikbann.

Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Fjölnir

Fjölnir byrjaði mótið á tveimur sigrum og fékk síðan skell hér. Aðspurður hvort það væri erfitt að fá skell í kvöld hafði Einar þetta að segja: „Nei ekkert þannig. Við áttum bara slæman leik í dag og eigum annan leik í næstu viku þar sem við leiðréttum þetta."

„Fyrir næsta leik sem er gegn Kórdrengjum þurfum við að drilla varnarleikinn og skoða hornspyrnur betur. Í rauninni er þetta bara stundum svona í fótboltaleikjum að þegar einn hlutur gengur illa fylgja fleiri í kjölfarið en við erum nýbunir að spila æfingaleik við Kórdrengi og vitum að þeir eru hörkulið og við mætum með okkur venjulega gameplan og eigum betri dag þá."

„Markmið Fjölnis í sumar er að koma inn í alla leiki til þess að vinna þá. Við mættum í dag til þess að vinna og munum líka að gera það í næstu viku."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir