Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
banner
   mán 19. júlí 2021 22:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi Örlygs: Ég ræði ekki um það við þig núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okker líður ekkert vel, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Leiknir var bara betri og átti skilið sigur. Ég óska þeim til hamingju með það en við áttum mjög slakan dag í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

„Það gekk voðalega lítið upp hjá okkur í fyrri hálfleik og við vorum strax að elta leikinn eftir að fá á okkur klaufalega mörk. Það hefur kannski verið okkar saga, oft erfitt að koma sér í gang eftir að lenda 2-0 undir. Við sýndum aðeins skárra andlit í seinni hálfleik og náðum betra spila án þess að ógna nógu mikið og fá nógu góð færi."

„Eins og ég sagði, þetta var ekki okkar dagur í dag, langt í frá og Leiknir bara betri aðilinn."


Stjörnumenn voru að koma frá Írlandi aðfaranótt föstudags eftir leik gegn Bohemians. Fannst Todda hans menn vera þreyttir?

„Ég held að það sé ekki afsökun í því, oft eftir Evróputörn fara lið eitthvað niður. Ég ætla ekki að segja neitt um það. Við vorum ekki nógu góðir í dag, það er bara ósköp einfalt."

Hvað þarftu að gera til að ná mönnum í allt annan gír fyri næsta leik?

„Við skulum sjá til, það er þriðjudagur á morgun og við skoðum það mál í fyrramálið. Ég ræði ekki um það við þig núna," sagði Toddi að lokum.
Athugasemdir