Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mán 19. júlí 2021 22:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toddi Örlygs: Ég ræði ekki um það við þig núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Okker líður ekkert vel, þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Leiknir var bara betri og átti skilið sigur. Ég óska þeim til hamingju með það en við áttum mjög slakan dag í dag," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  0 Stjarnan

„Það gekk voðalega lítið upp hjá okkur í fyrri hálfleik og við vorum strax að elta leikinn eftir að fá á okkur klaufalega mörk. Það hefur kannski verið okkar saga, oft erfitt að koma sér í gang eftir að lenda 2-0 undir. Við sýndum aðeins skárra andlit í seinni hálfleik og náðum betra spila án þess að ógna nógu mikið og fá nógu góð færi."

„Eins og ég sagði, þetta var ekki okkar dagur í dag, langt í frá og Leiknir bara betri aðilinn."


Stjörnumenn voru að koma frá Írlandi aðfaranótt föstudags eftir leik gegn Bohemians. Fannst Todda hans menn vera þreyttir?

„Ég held að það sé ekki afsökun í því, oft eftir Evróputörn fara lið eitthvað niður. Ég ætla ekki að segja neitt um það. Við vorum ekki nógu góðir í dag, það er bara ósköp einfalt."

Hvað þarftu að gera til að ná mönnum í allt annan gír fyri næsta leik?

„Við skulum sjá til, það er þriðjudagur á morgun og við skoðum það mál í fyrramálið. Ég ræði ekki um það við þig núna," sagði Toddi að lokum.
Athugasemdir