29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 19. ágúst 2024 22:05
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna um titilbaráttuna: Alltaf búið að vera í okkar höndum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins þar sem liðið hans sigraðir Fram 3-1 á heimavelli. Á sama tíma tapaði Víkingur fyrir ÍA, sem gerði það að verkum að Breiðablik er búið að jafna Víking af stigum á toppi deildarinnar.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Mér fannst við byrja leikinn hrikalega vel, við vorum með öll tök á leiknum bæði varnarlega og sóknarlega. Við gerðum vel í að komast yfir og kannski smá klaufar að leyfa þeim að komast inn í leikinn. Þeir spiluðu mjög fast, og svo sem ekkert að því, það var bara línan í leiknum. Þeir nýttu sér það til að koma sér inn í leikinn og við kannski bara ekki nógu harðir á móti. Þeir voru bara mjög öflugir seinni hlutan af fyrri hálfleik, en svo fannst mér við koma vel inn í seinni hálfleikinn og spilum seinni hálfleikinn mjög vel. Pressuðum þá betur og vorum hættulegri sóknarlega, og svona eftir að við komumst yfir 2-1 þá fannst mér þetta aldrei spurning."

Titilbaráttan galopnaðist í kvöld þar sem eftir úrslit kvöldsins eru Breiðablik og Víkingur bæði með 40 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar.

„Þetta er alltaf búið að vera í okkar höndum ef þú tekur markatöluna inn í þetta. Það sem munaði er að við spiluðum þennan leik sem við áttum inni og við unnum hann, þá vissum við að það væri stutt í þetta. Við þurfum samt að passa það að það er næstum því þriðjungur eftir af mótinu. Þetta snýst bara um að ná sigrum og úrslitum og stigum, eins mörgum og þú getur í hverjum einasta leik. Það er engin leið að fara vinna 8 eða 9 leiki í röð í þessari deild. Þannig það er mikilvægt fyrir okkur að vera í eins góðri stöðu og hægt er þegar kemur að þessari úrslitakeppni og 'challenga' þetta alla leið þá."

Víkingar eru ennþá í bikar og Evrópukeppni og þurfa því að einbeita sér að fleiri keppnum þar sem Breiðablik hefur bara deildina sem gæti mögulega hjálpað þeim í þessari baráttu.

„Mér heyrist þeir fá bara allskonar slaka með það og geta sett góðan fókus á hverja keppni í einu, með góðan tíma milli leikja. Þannig ég sé það ekki hafa mikil áhrif á þá."

Víkingar fengu að fresta leik þeirra gegn KR í næstu viku til að gefa þeim meiri tíma til að einbeita sér að Evrópukeppninni. Breiðablik sótti um slíkt hið sama í fyrra þegar þeir voru í sömu stöðu en þá var það hafnað. Þegar Halldór var spurður hvað honum fyndist um það, sagði hann fréttamaður einfaldlega hafa svarað spurningunni með þessari staðreynd.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner