Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 19. ágúst 2024 22:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Ef eitthvað lið átti að tapa var það sennilega við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Ég var mjög fúll að tapa honum, því að þrátt fyrir að við höfum ekkert átt okkar besta leik þá fannst mér ekki mikið í spilunum í stöðunni 1-1. Þeir skoruðu þegar það eru einhverjar 10-15 mínútur búnar af síðar hálfleik. Þá eigum við fast leikatriði upp við hornfána, langt innkast sem að þeir bara taka niður og fara í skyndisókn og skora. Ég var mjög ósáttur með það, að fá það mark á mig og það breytir bara leiknum. Þriðja markið þeirra bara beint úr aukaspyrnu, upp í vinkilinn, ekkert hægt að gera við því. Öðru leiti fannst mér við bara loka vel á þá, Óli (Ólafur Íshólm) þurfti ekki að verja neitt í leiknum. Þeir voru meira með boltan við áttum von á því, en mér fannst þeir ekki ná að opna okkur eitt né neitt, ógna okkur ekkert svakalega mikið, þrátt fyrir að það hafi verið fullt af skotum hér og þar og eitthvað af fyrirgjöfum. Það er samt alltaf voða mikið næstum því, svipað og hjá okkur kannski. Við hefðum getað gert betur kannski í lok fyrri hálfleiks þegar við erum þrír á móti einum, Mingi (Magnús Ingi) nánast einn í gegn og klúðrum dauðafæri þar. Fred með skot í vinkilinn og eitthvað klafs eftir það. Blikar kannski heilt yfir betra liðið og við áttum svo sem alveg von á því að þeir væru meira með boltan. Ég er fúll að tapa þessu en ef eitthvað lið átti sennilega að tapa þá voru það við."

Þriðja mark Breiðabliks er ákveðinn vendipunktur í leiknum þar sem Alex Freyr brýtur af sér, meiðist sjálfur í leiðinni og Blikar skora. Fram var aldrei neitt sérstaklega líklegt að komast aftur inn í leikinn eftir það.

„Það fer aðeins með leikinn, við reynum að klóra í bakkann og við það opnast þetta aðeins meira hjá okkur. Blikarnir sköpuðu sér aðeins meira án þess að það hafi verið einhver stórhætta á ferðum. Við náum ekki að koma okkur inn í leikinn aftur 3-2 en settum smá pressu á þá í restina. Blikar eru góðir þegar þeir eru komnir yfir og þeir halda boltanum vel og við vorum búnir að leggja að okkur mikla vinnu. Eins og ég segi, ég er bara fúll. Annað markið sem þeir skora kemur þeim aftur yfir í góða stöðu. Þeir bara með reynslu sína, og sína getu þá bara ná þeir að sigla þessu heim. Ég er bara mest sár yfir því að við höfum fengið á okkur annað markið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner