Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 19. september 2013 19:21
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Mönnum líður vel í þessu kerfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að sjálfsögðu ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur gegn KR. Má segja að hans menn hafi verið að svara gagnrýnisröddum?

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 KR

„Ég vona að það sé enginn með óbragð í munninum. Við gagnrýnum hvern annan innan frá og það sem er sagt fyrir utan liðið kemur okkur ekki við," sagði Ólafur en hans lið spilaði 3-5-2 leikkerfi í kvöld.

„Stundum þarf að grípa til einhvers sem er öðruvísi. Þetta er reyndar keimlíkt því sem við spiluðum í Evrópukeppninni í sumar. Mönnum líður vel í þessu. Þetta skapar ákveðið öryggi og gefur breidd. Ég er ánægður með hvernig þetta spilaðist,"

Árni Vilhjálmsson var maður leiksins. Skoraði eitt og lagði annað upp.

„Mér fannst frammistaða hans virkilega góð. Hann hefur verið góður í sumar. Komið sér í færi og skorað mörk. Aðalmálið hjá Árna er að núllstilla sig eftir þennan leik og vera klár í þann næsta," sagði Ólafur. Ætti Árni að vera í U21-landsliðinu?

„Ég vel ekki U21-landsliðið. Ef hann kemur með svona frammistöðu í hverjum einasta leik ætti hann að eiga möguleika á að komast í hópinn."

Breiðablik á enn möguleika á Evrópusæti en til að halda vonunum á lífi þarf liðið sigur gegn Stjörnunni á sunnudag.

„Þessi sigur telur ekkert ef við komum ekki með frammistöðu á sunnudaginn. Þessi sigur gefur okkur líflínu. Það hefði verið fúlt að vera búinn með mótið núna."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner