Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 19. september 2021 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: KSÍ fannst það ekki
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frekar þungt og erfitt," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 5-0 tap gegn ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Fylkir

Fylkir verður á botni deildarinnar fyrir lokaumferðina en á enn möguleika á því að bjarga sér. Það er ekki útilokað. Þeir verða að treysta á að HK nái ekki í sigur gegn Stjörnunni á morgun. Ef það gerist, þá eru Fylkismenn fallnir.

„Við verðum að vonast til þess að aðrir leikir verði hagstæðir fyrir okkur, svo við eigum einhvern möguleika gegn Val."

HK, sem er í fallbaráttu, á leik á morgun gegn Stjörnunni. Allir aðrir leikir umferðarinnar eru í dag. „Mér finnst að allir þessir leikir ættu að fara fram á sama tíma. En KSÍ fannst það ekki. Þannig er það bara."

Fylkir missti mann af velli snemma leiks. „Það var þungt fyrir okkur. Við þurftum aðeins að riðla stöðu manna, og ákváðum að fara í þriggja manna vörn. Það gekk ágætlega, við vorum að spila ágætlega einum færri í fyrri hálfleik. Leikurinn hefði kannski breyst ef við hefðum náð að setja mark á þá, en þeir fá skyndisóknir og kaffæra okkur í 2-0. Svo er 3-0 skyndilega og þá var þetta orðið helvíti erfitt."

„Við gefumst ekki upp. Það ræðst á morgun hvort við eigum áfram séns. Vonandi fer þetta allt á besta veg hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner