Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. nóvember 2020 18:00
Victor Pálsson
Segir það martröð að þjálfa Guendouzi
Mynd: Getty Images
Mickael Landreau, fyrrum þjálfari Lorient, segir að það sé mjög erfitt að þjálfa miðjumanninn Matteo Guendouzi sem er samningsbundinn Arsenal.

Landreau er einnig fyrrum landsliðsmaður Frakklands en hann starfaði með Guendouzi í Frakklandi frá 2017 til 2019 áður en sá síðarnefndi fór til Englands.

Guendouzi hefur nú skrifað undir lánssamning við Hertha Berlin eftir nokkuð erfitt síðasta ár á Emirates.

„Hann fór verulega í taugarnar á mér. Það er mjög flókið að þjálfa hann sem leikmann," sagði Landreau við Canal+.

„Hegðun hans í hópnum var oft mjög erfið en þannig er hann. Hann er stór karakter."

„Hann kann ekki að sleppa hlutunum, hann er baráttuhundur. Egóið hans er mjög stórt en hann þarf á því að halda. Ég held að hann þurfi að vera aðalmaðurinn, leiðtoginn."

„Hann þarf að vera fyrirliði eða varafyrirliði liðs og þá nýtast þessir eiginleikar."

Athugasemdir
banner
banner